Síðbúin jólakveðja

Jólafjölskyldan
Sæl allir...hvarvetna í heiminum. Takk fyrir allar fínu gjafirnar og jólakortin. Þá eru jólin yfirstaðin...er það ekki magnað að maður bíður spenntur eftir jólunum, er jafnvel búin að eyða mörgum vikum í að plana, kaupa og ég veit ekki hvað og svo eru jólin búin eftir þrjá daga...og maður situr eftir með tómleikatilfinningu...magnað, finnst ykkur það ekki? En að sjálfsögðu voru jólin alveg frábær...enda fyrstu jólin hennar Bjarkar. Því miður þá tókst henni að veikjast daginn sem amma Hrönn kom (kvöldið þann 20. des) og var með hita í tvo daga, og svaf lítið á næturnar svo það endaði með að foreldrarnir fóru með skvísuna til læknis og haldið ekki að hún hafi fengið í eyrun aftur...djö...en nú er hún orðin góð, nema við vitum auðvitað ekkert hvernig ástandið er á eyrunum annað en að hún er hætt að kvarta undan þeim. Ætlaði að panta tíma hjá eyrnalækni í dag en hún er í fríi fram yfir áramót svo verð að vera þolinmóð og bíða. Þar sem Björk var bæði hálf slöpp og svo er hún alltaf orðin vel þreytt klukkan sjö á kvöldin var tekin sú ákvörðun að Björk fengi að taka upp einn pakka á aðfangadag en svo fór hún að sofa á milli forréttar og aðalréttar um kvöldið. Þannig var nú fyrsta aðfangadagskvöld hjá Björkinni...kannski ekki neitt mjög spennandi en hún var hress fyrir vikið á jóladag. En þá fórum við öll og amma Hrönn í bíltúr til Ebeltoft og fórum í göngutúr í gamla og fallega bænum þar. Amma Hrönn fór svo til Íslands í gær og er þríeykið því aftur orðið eitt og yfirgefið í Danaveldinu. Get samt ekki kvartað yfir því að vera hér um jólin. Jólin verða alveg yndislega afslöppuð, bara borða góðan mat, fara í göngutúra, púsla og njóta þess að vera saman og í náttfötunum eins lengi og maður nennir..hehe. Í dag byrjaði nú samt próftörnin hjá greyið Davíð og fór hann í skólann að læra, læra, læra læra...alveg er þetta ömurlegt...vorkennum honum soldið!!!!!! Ég og Björk fórum í göngutúr til Viby Torv og Björk sat í vagninum sínum á leiðinni og þið getið rétt ýmindað ykkur hvað það er margt spennandi að sjá. Núna sit ég og er að horfa á badminton í sjónvarpinu, Copenhagen Masters, með öðru auganu...en ætti eiginlega að vera að taka pínu til þar sem Nanna vinkona er að koma í mat í kvöld. Svo eru jú bara 3 dagar þangað til Hildigunnur og Eik koma til okkar....vei vei hvað það verður geggjað gaman...mikið verður gert og brallað, það er alveg pottþétt. Loksins setti ég fullt af myndum af Björk á myndasíðuna, athugið bæði 6 og 7 mánaða galleríin...hún er geggjað sæt. Og finnst ykkur ekki kinnarnar vera orðnar stórar? OG hún getur gert þær stærri...jú því nú er mikið sport að blása og þá verða þær stærri...híhí. Knus og kram héðan frá öllum
Jólagöngutúrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, gleðilega rest eins og sagt er! Mikið er Björkin orðin stór og stælt. Amma verður nú að fara að koma og sjá hana í eigin persónu. Hjartans kveðjur frá Kambsó.

Erla amma (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 11:10

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Gleðilega rest dúllurnar mínar :) Takk fyrir kortið - virkilega gaman að fá loksins mynd með í kortinu - hehe !

Ofsalega er hún mikil dúllurús! Hér gengur allt mjög vel :) Knús knús - Elsa 

Elsa Nielsen, 29.12.2006 kl. 23:59

3 identicon

Gleðilegt ár systur, systurdætur og Davíð. Hafið það náðugt á þessum fyrsta degi ársins 2007 - gott ár, finn það á mér! Bestu kveðjur frá okkur öllum hér í mýri.

Inga Lára (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband