Þetta fer að verða mánaðarlegur viðburður, að Björk er með hita. Ömurlegt en sona er þetta bara. Því miður var þetta dagurinn sem ég og mamma ætluðum að fara í bæinn og skoða en við verðum víst að gera það í sitthvoru lagi. OG svo ætlar mamma að vera svo góð að bíða með að taka lestina á morgun svo við getum bæði, ég og Davíð, farið í vinnuna/skólann. Ekki oft sem maður getur látið ömmu passa þegar það eru veikindi, en við ætlum að njóta þess.
Núna situr hún og borðar cheerios og horfir á Skoppu og Skrítlu. Maður má nefnilega horfa á sjónvarpið þegar maður er veikur..hehehe
Veikindakveðjur héðan
Bloggar | Miðvikudagur, 14. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað segið þið þá? Finnst ykkur ég vera löt við að skrifa....látið ekki svona. Ok ég er mjög löt við að skrifa, en hef einhvern veginn alltaf verið að bíða eftir að geta hlaðað myndum á tölvuna en það er eitthvað að bögga okkur svo nú fáið þið bara fréttir en engar myndir..sorry.
Nú síðan í sumar hefur sosem margt gerst og svo líka lítið. Björk þroskast alltaf og núna eigum við orðið ansi ákveðna unga konu sem veit sko alveg hvað hún vill, hleypur um allt og blaðrar og blaðrar en engin skilur hvað hún segir. Glöð er hún að vanda, hlær að allt og öllum, mjög skemmtilegt. Annars gengur lífið sinn vanagang, Davíð í skólanum og ég að vinna...og þar með er bara alveg nóg að gera.
Í dag ákvað ég og Sigrún (nágranninn á móti) að búa til kleinur og við enduðum með að gera 6 falda uppskrift þar sem við vorum nú byrjaðar og ekki nóg með það var ákveðið að grilla makríl og kjúkling. Ég tek það þó fram að við erum ekki með gasgrill og það var ca. 6 stiga hiti í dag, en fallegur dagur með sól. Síðan var heldur betur etið...hehe..held að köllunum hafi verið ansi kalt.
Davíð er á fullu í verkefnavinnu og því sést hann ekki mikið þessa dagana, en við mæðgur njótum þess að vera saman í rólegheitunum. Og þannig verður það þangað til við leggjum af stað á klakann til að halda jólin. Við komum heim 22.des og verðum í tvær vikur eða fram til 5. janúar. Jibbý þetta var pínu óvænt þar sem við ætluðum sko ekki að koma heim um jólin en þar sem Davíð er ekki að fara í próf í janúar, aldrei þessu vant, og ég gat sleppt því að vinna þá skelltum við okkur bara á þetta og fengum meira að segja flug frá Billund..sem er algjör snilld því það styttir ferðatímann um ansi marga klukkutíma.
Svo er það ákveðið að ég er að fara í skiðaferðalag með vinkonum mínum úr vinnunni í byrjun febrúar..það verður geggjað, ég hlakka geðveikt til að fara á skíði, það er ferlega langt síðan ég hef verið á skíðum og brettinu mínu fína.
Jæja, þarf að fara bráðum að ná í mömmu á lestarstöðina en hún ætlar að vera hjá okkur fram á fimmtudag en þá kemur pabbi Davíðs og verður fram á sunnudag...gaman gaman.
Knus og kram frá Árósum
Bloggar | Laugardagur, 10. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
...við erum alveg húðlöt þessa dagana, sérstaklega þegar kemur að því að blogga...sorry!
Héðan er allt hið besta að frétta. Búin að fá Hildigunni og mömmu í heimsókn, þær komu ekki saman. Það er svo gaman að fá heimsóknir og snúllast eitthvað með fólkinu. Björk var því miður veik þegar amma Erla var í heimsókn en í staðinn fékk amma að passa alveg fullt sem þeim fannst geggjað gaman. Það kviknaði á ljósaperunni hennar Bjarkar þegar amma var hérna því allt í einu, eftir margra mánaða strit hjá foreldunum þá gat Björk sýnt hversu stór hún er...he he og þið getið rétt ýmindað ykkur fögnuðinn. Björk er annars farin að segja hæ við allt og alla, mjög skemmtilegt. Svo segir hún mamma og sagði í fyrsta skipti í kvöld pabbi (notar þessi orð þó ekki alveg rétt), kann líka að segja se um leið og hún bendir, og einhvers konar burri, hljómar meira eins og bssss. Svo kann hún að segja aaaa um leið og hún strýkur manni og svo kyssir hún foreldra sína og knúsar út í eitt. Mjög skemmtilegt...og svo að sjálfsögðu þá hlær hún mjög mikið.
Ég var því miður að vinna um helgina svo feðginin voru að dúlla sér heilmikið fóru meðal annars í Bambagarðinn og skemmtu sér vel.
Svo vil ég óska Lottu Láru frænku minni til hamingju með 1. árs afmælið í gær. Og pabba hennar til hamingju með daginn í fyrradag.
Og Elsa Pelsa kasólétta til hamgju með afmælið á morgun...vei vei.
kveðja héðan
Aðalheiður
Bloggar | Mánudagur, 25. júní 2007 (breytt kl. 19:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sko, ég veit mjög vel að það líður allt of langt á milli, en ég ætla að bæta það upp í dag og setja inn fullt af myndum en ekki skrifa lítið.
Héðan er allt best að frétta. Vinnan gengur eins og í sögu hjá okkur báðum og við njótum þess að Davíð sé ekki í neinum prófum. Hildigunnur systir er búin að vera hjá okkur um helgina, en við keyrðum til Köben og hittum hana þar í gær og keyrðum heim um kvöldið og í dag var farið á ströndina því það er allt of heitt til að vera annars staðar....dejligt. Því miður fer hún á morgun en við sjáumst sem betur fer aftur fljótlega þar sem við munum eyða hluta úr sumarfríinu okkar með þeim mæðgum og ekki má gleyma Stellu systur Davíðs.
Well, njótið að skoða myndirnar af snillingnum okkar(sjá albúm)
Hitaknus
Bloggar | Sunnudagur, 10. júní 2007 (breytt kl. 20:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sorry, það hefur liðið allt of langur tími síðan síðast, en tíminn líður svo svakalega hratt að ég skil þetta ekki. Það er nú samt heldur betur búið að gerast margt síðan síðustu bloggfærslu. Björk veiktist og var veik í viku en er orðin eldhress aftur og er búin að vera á vöggustofunni í viku núna. Hún er alveg á fullu án þess samt að skríða, það virðist eitthvað vefjast fyrir henni...en við njótum þess á meðan hún ekki skríður út um allt. En hún er samt farin að segja datt og eitthvað annað sem við foreldrarnir skiljum alls ekki.
Síðan er jú kominn bíll á heimilið svo nú rúntum við um alla borgina og fílum það í tætlur.
Jæja má ekki vera að þessu, skrifa meira seinna.
Knus við
Bloggar | Þriðjudagur, 15. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verð að viðurkenna að það er hálf asnalegt að segja þetta því það er sko engin sumardagurinn fyrsti hér...svo við erum sko bara búin að vinna í allan dag og veðrið í dag er sko ekkert sumarveður..frekar haustveður, vindur og rigning öðru hvoru.
Héðan er allt gott að frétta. Björk fór til eyrnalæknis og loksins fengum við góð svör, eyrun líta vel út...vei vei. Hún er líka búin að jafna sig af ælupestinni og farin að borða eins og svín svo nú líkist hún sjálfri sér. Annars er sosem ekkert sérstakt, lífið gengur sinn vanagang og við að komast inn í rútinurnar aftur eftir fríið á klakanum. Erum að fara út annað kvöld að hitta vini okkar en Pernille ætlar að koma og líta eftir Björkinni. Og svo ætla Davíð og Skúli að fara til Þýskalands á laugardaginn og kaupa eitthvað gott og sniðugt að drekka...híhí.
Bloggar | Fimmtudagur, 19. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kæru allir íslendingar stórir og smáir.
Þá erum við komin aftur til DK eftir heimferðina miklu. Alltaf gaman að vera á klakanum og hitta á vini og vandamenn..og sjá að allir hafa það gott. Að sjálfsögðu var mikið prógramm og flökkuðum við á milli boða og þar með mikils matar. Ég get svo svarið það ég held við höfum sjaldan borðað eins mikið á ævinni...nammi namm, hehehe. Björk stóð sig eins og hetja og flakkaði á milli manna eins og hún hafi aldrei gert annað, með bros á vör að vanda. Við þökkum fyrir allar samverustundirnar.Svona leið fyrsta vikan hjá okkur og þar með páskarnir og þá fór Davíð heim til DK og ætluðum við Björk þá heldur betur að fara í heimsóknir til hinna ýmsu, en því miður veiktist Björk og þar með varð ekkert úr heimsóknum það sem eftir var ferðar. Þannig að þegar ferðadagurinn rann upp þá var Björk með magakveisu, upp og niður, en við ákváðum samt að drífa okkur af stað og gekk ferðin svaka vel. Greyið Björk svaf meirihluta leiðar og gubbaði ekkert fyrr en í lokin, en var það nú lítið. Við vorum því fegnar þegar heim var komið. Nóttin var þó ekki góð þar sem Björk var ansi illt í maganum sínum og var mikið vakandi, svo við vorum hálfsofandi til hádegis. Í dag hefur hún því miður verið ansi pirruð greyið en sofnaði sæl og södd, því loksins vildi hún aðeins borða...og það kom ekki upp.
Til þeirra sem við náðum ekki að hitta viljum við segja að okkur þykir það ömurlegt og vonumst til þess við hittumst sem fyrst....
Nú að lokum langar mig að láta ykkur vita að við erum strax farin að sakna ykkar en við erum þó ekki farin að sakna veðursins, því í dag fórum við aðeins út að njóta þess að það var 17 stiga hiti og sól....mmmmmmmm.
Kveðjum að sinni og lofa að henda inn myndum næst.
Bloggar | Laugardagur, 14. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég veit ég veit...það er allt of langt síðan maður hefur gefið sér tíma til að blogga, enda er maður að læra nýjar venjur þar sem báðir foreldrarnir eru farnir að vinna...hehe, aðeins öðruvísi en að vera heima! Síðasta vika flaug áfram og allir voru voða ánægðir í sinni vinnu. Björk finnst enn svaka gaman á vöggustofunni þrátt fyrir langa daga, svo við getum ekki kvartað. Svo kom helgin og loksins var farið í sumarbústaðarferðina, en henni var jú frestað vegna veðurs. Helgin var því alveg æði, með fullt af mat, slökun og útiveru...gaman gaman. Við fórum jú með fjölskyldunni á móti, Sigrúnu, Skúla, Guðjóni Stein og Silju Kolbrúnu (SSGSK) og við vorum öll sammála um að þetta ætti maður nú að gera oftar. Nú og svo gerðist jú allt um helgina maður, Björk fékk tönn nr. 2 og Silja Kolbrún fékk tönn nr.1, og svo fór hitt rörið úr eyranu á Björk svo nú eru engin rör eftir svo það verður spennandi hvort við fáum andvökunætur þangað til hún fer aftur í rör en það er á miðvikudaginn í næstu viku. En verð þó að viðurkenna að það byrjar ekki neitt svaka vel því að þegar hún var lögð í rúmið þá var hún með ansi háan hita. Svo nú verður spennandi að sjá hvort hún verði veik á morgun...sem mér finnst líklegt..litla greyið :(
Well, læt vita hvernig vikan fer.
ps. setti inn myndir á myndasíðuna undir albúim 8-9 mánaða
Bloggar | Mánudagur, 19. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja þá kom að því að Björkin veiktist og við foreldrarnir þurfum að skipta á milli okkar veikindadögunum. Á þriðjudagskvöldið fékk Björk svaka hita og er búin að vera með hita síðan....man! Á sama tíma kom í ljós að það væru bakteríur í eyrunum hennar, sem mjög líklega eru orsök hitans, svo hún er því miður komin á pensílín. Hún er alveg ótrúlega hress greyið og í dag var ég mikið að velta því fyrir mér að hún hefði alveg eins geta verið á vöggustofunni...snarhætti því þó þegar hún vaknaði af lúrnum sínum um eittleytið, því þá sá ég að annað rörið var komið út...frábært eða þannig. Við drifum okkur því til læknisins og sagði hún að hún ætti að klára kúrin svo skíturinn færi úr litlu eyrunum og svo tókum við frá nýjan tíma fyrir rör...man Björk ætlar greinilega að verða eyrnabarn alveg eins og mamma sín...hefði alveg mátt sleppa því. Svo staðan er þannig í dag að ég verð heima aftur á morgun og svo vonum við að hitinn verði farinn á mánudaginn og allir geta farið í sína vinnu.
Um helgina eru foreldrarnir að fara keppa í liðakeppninni...en við getum víst ekki státað af mikilli æfingu svo það verður skemmtilegt að sjá hvernig það fer...híhí.
Annars verður bara slakað á og haft það gott...og auðvitað farið í ungbarnasund ef Björk er hitalaus...við skulum reyna að muna eftir myndavélinni í þetta skiptið því Björk er algjör snilld með sundhettuna sína.
By the way...vorið er á leiðinni til okkar um helgina á að vera 11 stiga hiti...íha, sumar, sumar og sól...get ekki beðið.
Hitakveðjur
Aðalheiður
Bloggar | Fimmtudagur, 8. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er mín helgi að verða búin því á morgun byrjar vinnuvikan sem svo að sjálfsögðu verður ansi stutt. En þar sem ég var að vinna um helgina þá var ég í fríi í dag og í gær...ljúft. Er bara búin að stússast og gera sem minnst en Björk fór auðvitað í vöggustofuna og hefur hún skemmt sér konunglega þar að vanda. Sem betur fer segi ég nú bara því þá er ekki eins erfitt að skilja hana eftir, en henni líður ferlega vel.
Því miður er Davíð veikur í dag, satt best að segja er hann bara stútfullur af kvefi...jammí :( Svo hann var líka heima en hann svaf meira eða minna allan morguninn.
Svo er það nú alveg magnað hvað tíminn líður hratt, það eru ekki nema þrjár vikur þangað til við komum heim og þangað til hún Stella á að fermast...sem er frábært. Langt síðan við höfum komið heim, eða allaveganna síðan Davíð var heima, svo það verður örugglega brjálað að gera og mikið stuð.
Mér þykir leitt að engar myndir hafa verið settar inn með færslunum en ég get það ekki og er að bíða eftir svari frá þessu liði sem sér um blog.is og það sama er að segja um athugasemdir, því mér skilst að það sé líka eitthvað erfitt.
Well hafið það sem best
Knus héðan
Bloggar | Þriðjudagur, 6. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)