Vinnandi fólk

Jæja þá hófst vinnan og ég verð að viðurkenna að þó það hafi verið ljúft og gaman að vera í barneignafríi þá var nú líka ósköp gott að fara að vinna aftur. Byrja að sjálfsögðu með að vera á helgarvakt svo er að fara á kvöldvakt núna svo það er stuð. Björk stóð sig eins og hetja í vöggustofunni í gær og fannst bara gaman að vera með hinum krökkunum svo það leit ekki út fyrir að hún hafi saknað foreldra sinna mikið...sem er gott. Well heyrumst seinna verð víst að fara koma mér í vinnuna.
Góða helgi

Björk að leika í snjónum

Kíkið á myndbönd, því við vorum að leika okkur í snjónum í dag og skemmtum okkur konunglega, setti líka inn nokkrar myndir af Björkinni á myndasíðuna.
Kveðja héðan

Veturinn mættur og kaos í DK

Þið trúið þessu ekki, loksins er veturinn kominn til DK og það með trompi. Ég hef nú búið hér í allmörg ár orðið og þetta er líklega einn sá mesti snjór sem ég hef séð. Allt lagðist niður í morgun og Davíð var að fara af stað í vinnuna, en ég sem átti að fara í kvöldvakt í dag verð að vera heima...líklega hefði ég geta farið í vinnuna með rútu en vöggustofan er lokuð vegna veðurs svo ekki fer ég langt meðan Björk er heima...frábært eða þannig. Nú við verðum líklega að gera eitthvað gott úr þessu og á eftir skellum við okkur bara í vetrarfötin og förum aðeins út í snjóinn...kannski fáum við lánaða snjóþotu.
Njótið dagsins það ætlum við að reyna...vona bara að snjórinn fari það mikið svo við getum farið í sumarbústaðinn á morgun.

Vöggustofustelpan mikla

Jæja þá er Björk byrjuð á vöggustofunni og finnst henni það alveg geggjað....hlær og hlær og finnst hinir krakkarnir mjög skemmtileg. Að sjálfsögðu hefur hún ekki enn verið ein í lengri tíma en klukkutíma en henni var sko alveg sama þó ég væri ekki á staðnum. Á morgun verður hún svo ein í tæpa fjóra tíma þar sem ég þarf að taka eina kvöldvakt á morgun, svo það verður spennandi. Er samt viss um að henni finnist bara gaman.

Svo nálgast sumarbústaðarhelgin...og hlakkar okkur mikið til. Það verður auðvitað geggjað að komast aðeins í annað umhverfi og það sem er best er að það er uppþvottavél, sauna og stórt baðkar....ahhhh, mikið verður þetta nice. Slappa af og svo fara út í snjóinn að leika. Því það er fín snjókoma núna...reyndar kalla danirnir þetta snestorm og við íslendingarnir köllum þetta ágætis snjókomu og jú það er smá vindur...tja þetta er alltaf áhugavert. Hlakka til að fylgjast með, því yfirleitt stöðvast allar samgöngur þegar það er ca. 10 cm snjór svo það er spennandi að sjá hvort Davíð kemst heim...hehe.

Vorum líka að panta okkur far heim á eyjuna og við komum 31. mars...og verðum svo í fermingunni hjá Stellu daginn eftir. Davíð fer svo heim 9. apríl og Björk og ég förum heim 13. apríl...gaman gaman. Vonandi hittum við sem flesta.

Well well...ætla að reyna gera eitthvað á þessu heimili....er ekki hin fædda húsmóðir svo það tekur smá tíma að koma sér í gang...vildi bara óska að ég væri Harry Potter, þá gæti ég bara notað galdrastafinn...hehe


Rör í eyrun

Jæja, þá fékk Björkin rör í eyrun, og ég verð að viðurkenna að það er magnað hvað það tók stuttan tíma. Frá því ég lagði hana á bekkinn og þangað til við löbbuðum út liðu líklega ca. 20 mínútur. Að sjálfsögðu var hún pínu rugluð fyrstu klukkutímana á eftir en þegar hún var búin að jafna sig á svæfingunni þá var hún hressari en ég hef séð lengi, spjallaði heilmikið og lék sér eins og engill. Læknirinn sagði að eyrun hefðu ekki litið vel út, að hún væri með bólgu í báðum eyrum...úff ekkert skrítið að hún hafi verið pirruð undanfarið.
Svo ofan á allt saman virðist daman vera að taka allar tennurnar í einu því í dag tókum við eftir einni tönn í viðbót...jibbý.
Annars er það alveg ótrúlegt en í dag var síðasti dagurinn sem ég og Björk áttum saman alveg fyrir okkur áður en hún byrjar á vöggustofunni. Hún byrjar nefnilega í aðlögun á mánudaginn...gaman gaman..okkur hlakkar mikið til. Á morgun ætlum við að fara í ungbarnasundið og þess vegna fórum við í dag og keyptum eyrnatappa til að setja í litlu eyrun. Úff, hvað er langt síðan við höfum farið en það verður gaman á morgun.

Á morgun er svo stór dagur...nr. 1 þá á Oddur Þorri afmæli...TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ...og svo nr. 2 þá eru tímamót hjá okkur litlu fjölskyldunni, því að við foreldrarnir erum að fara á þorrablót og á meðan ætlar stelpa sem heitir Björk að koma og passa...ss. Björk er komin með barnapíu..jibbý. Vonandi gengur það vel svo við getum hringt í hana oftar. Það verður frábært að fara og eiga góða stund saman og með öðru góðu fólki.

Annars er aðalmálið hér í DK þessa dagana, að í sjónvarpsþætti kom fram að það væri farið ansi illa með fatlaða einstaklinga á sambýli...eiginlega bara alveg ferlega illa og allt þjóðfélagið er í uppnámi...skiljanlega og það sem meira er að á sunnudaginn á að sýna annan þátt frá öðru sambýli þar sem er líka ömurlegt. Ég ætla rétt að vona að umræðan sem mun fylgja í kjölfarið verið skynsömi og endi með góðum breytingum fyrir fólkið. Skil ekki svona mannvonsku.

Mér þykir leitt að ég hafi ekki sett inn myndir með færslunum en það virðist eitthvað vera að síðunni því ég get ekki hlaðið þeim inn...ömurlegt. En þið getið auðvitað alltaf farið inn á myndasíðuna okkar...þó ég hafi verið frekar léleg við að uppfæra hana undanfarið. Lofa að gera eitthvað í því næstu daga.

Góða helgi öll......


Tannataka + eyrnavesen= lítill svefn

Sko þegar ein stutt er að bæði illt í eyrunum og að taka tennur getið þið rétt ýmindað ykkur hvað verður um svefninn á þessu heimili....ekki mikill. Við erum því orðin ansi langþreytt og ég held að Björk sé alveg sammála. Annars þá er búið að ákveða að Björk fær rör í eyrun á miðvikudaginn svo vonandi fer ástandið batnandi núna næstu vikuna. Eiginlega eins gott þar sem það er ekki nema vika í aðlögun á vöggustofunni. Nú svo er Maggi snillingur búinn að vera hjá okkur yfir helgina..sem er alltaf gaman. Ég fékk svo "frídag" í dag, og byrjaði daginn á því að fara í ræktina með vinkonu minni og svo fórum við á kaffihús og fengum okkur buffet. Mjög skemmtilegt að fá sona dag fyrir sjálfan sig, og feðginin áttu mjög notalegan dag saman. Jæja ætlum að reyna að fara snemma að sofa, enda ég að fara að vinna annaðkvöld, þarf nefnilega að taka eina kvöldvakt þar sem vinnan átti í erfiðleikum með vaktina. Sko vaktin var mín hefði ég ekki þurft að taka orlof í einn mánuð. Hlakka eiginlega bara til að fara í vinnuna. Vinkona mín úr mæðragrúppunni ætlar að passa Björk fyrir okkur þangað til Davíð kemur heim svo frá hádegi og til klukkan 4 verður Björk í pössun. Svo um næstu helgi er þorrablót Íslendingafélagsins og ætlum við að fara, erum meira að segja búin að redda okkur barnapíu sem er alveg geggjað og ef okkur líst vel á hana og henni á okkur erum við komin með stelpu sem getur passað fyrir okkur öðru hvoru, sem er frábært þar sem maður er jú ekki með fjölskylduna við hendina...híhi
Góða nótt og sofið rótt.

Tannálfurinn kom í heimsókn...híhí

Loksins loksins þá fundum við tönn hjá Björkinni. Í dag sást glitta í tönn í barninu, svo það verður spennandi að fylgjast með næstu daga. Þetta þýðir sem sagt að Björk er byrjuð að bursta tennurnar...haha...hún er orðin svo fullorðin.
Síðasta vika var frábær því amma Erla var í heimsókn og það var nú gaman. Amma passaði Björk nokkrum sinnum og að sjálfsögðu var Björkin þægari við ömmu sína en hún er við foreldra sína. En nú er amma farin og við erum auðvitað farin að sakna hennar mikið og hlökkum mikið til að hitta hana aftur. Foreldrarnir sakna líka uppþvottavélarinnar..en það hefur amma verið kölluð á meðan hún var hérna...hún var nebbnilega alltaf að vaska upp...og ekki kvörtum við, mjög nice að eina slíka.
Annars erum við alltaf gera eitthvað skemmtilegt. Í gær komu Karen, Hjörtur og Kristján Elí og litli ófæddur í heimsókn og voru hjá okkur í kaffi og kvöldmat...mjög huggulegt. Við hittumst allt of sjaldan, verðum að gera eitthvað í því. Síðan vorum við að kaupa okkur miða á þorrablótið svo þá kemur reynsla á barnapíuna...erum komin með nafnið á stelpu sem á að vera mjög góð og við hlökkum til að prófa. Við vorum einnig að panta okkur sumarhús með fjölskyldunni á móti, en við ætlum að vera yfir helgi, síðustu helgina í febrúar og síðustu helgina áður en ég fer að vinna. Jibbý það verður æðislegt, bara leika okkur og slaka á.
Jú svo fengum við að vita að Björk má byrja í aðlögun 19. febrúar sem gefur okkur tæpar tvær vikur í aðlögun, sem er sko alveg geggjað, því það leit allt út fyrir að hún fengi enga.
Páskarnir nálgast svo óðum og þar með heimsókn okkar á klakann, erum þó ekki búin að panta farið því Davíð þarf að fá það á hreint hversu lengi hann má vera í burtu úr verknáminu, sem hann er geggjað ánægður í.

Betra er seint en aldrei...eða er það ekki?

Gleðilegt ár allir saman, vinir og vandamenn.
Ýmislegt hefur sosem gerst síðan ég asnaðist til að skrifa síðast. Það stærsta og besta var að sjálfsögðu að Hildigunnur og Eik komu og voru með okkur yfir áramótin..geggjað! Áramótin voru æðisleg, róleg og með nóg af flugeldum, reyndar skutum við ekki svo mörgum upp sjálf en nóg var um hér í kringum okkur. Svo var farið í Randers regnskov, sem var að sjálfsögðu æðisleg upplifun fyrir Eik sem hljóp um allt og var orðin einum of heimakær í lokin, allaveganna var hún eitthvað ekki sátt við eitt niðurfallið og lyfti upp ristini svona til að athuga málið..hehe. Annars var farið að versla og svo var útbúið herbergi fyrir Björk og sefur hún því í eigin herbergi núna...enda orðin svo stór blessunin. Eik var að sjálfsögðu í uppáhaldi hjá Björkinni enda þurfti hún ekki að gera annað en að hoppa fyrir hana og sú yngri hló og hló. Það var því erfitt að kveðja þær mæðgur. Davíð varð reyndar ekki mikið var við þær þar sem hann var stanslaust upp í skóla að læra og læra og læra.
Svo kom í ljós að Björk þurfti pensilín við eyrnabólgunni svo það var prófað og svínvirkaði en þegar hún kláraði kúrin þá fékk hún ælupest...ældi yfir allt saman tvisvar sinnum og hefur síðan þá ekki viljað borða almennilega svo við foreldrarnir erum enn að vandræðast með að ná einhverju niður í hana.
Nú svo kláraði Davíð loksins prófin og er komin í langþráð frí...það er því lúxus í litlu fjölskyldunni núna þar sem allir eru saman....það er nú gaman. Og svo til að gera þetta allt enn betra þá fékk hann geggjaðar einkunnir og er að springa úr stolti..hehe.
Nú svo á miðvikudaginn þá tókst Björk að smita móður sína því þá fór ég að æla og er enn að drepast úr ógleði...og ég get svo svarið það þetta er ógeðsleg tilfinning. Hefði alveg verið til í að sleppa við þetta.
Veit svo ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, því eiginlega eru þetta bæði góðar og miður góðar fréttir. Björk er komin með pláss á vöggustofu og meira að segja á vöggustofunni sem við helst vildum, þetta eru æðislegar fréttir. Það sem er minna gott er að það er ekki fyrr en 1. mars, sem þýðir að ég þurfti að sækja um einn mánuð í viðbót í barneignafríi. Er meira en tilbúin til að fara vinna svo mér finnst þetta soldið leiðinlegt...en á móti kemur að við fáum aðeins meiri tíma saman við tvær..!
Jæja elskurnar mínar...kíkið á myndasíðuna, setti inn nokkrar nýjar myndir af áramótum og fleiru.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Síðbúin jólakveðja

Jólafjölskyldan
Sæl allir...hvarvetna í heiminum. Takk fyrir allar fínu gjafirnar og jólakortin. Þá eru jólin yfirstaðin...er það ekki magnað að maður bíður spenntur eftir jólunum, er jafnvel búin að eyða mörgum vikum í að plana, kaupa og ég veit ekki hvað og svo eru jólin búin eftir þrjá daga...og maður situr eftir með tómleikatilfinningu...magnað, finnst ykkur það ekki? En að sjálfsögðu voru jólin alveg frábær...enda fyrstu jólin hennar Bjarkar. Því miður þá tókst henni að veikjast daginn sem amma Hrönn kom (kvöldið þann 20. des) og var með hita í tvo daga, og svaf lítið á næturnar svo það endaði með að foreldrarnir fóru með skvísuna til læknis og haldið ekki að hún hafi fengið í eyrun aftur...djö...en nú er hún orðin góð, nema við vitum auðvitað ekkert hvernig ástandið er á eyrunum annað en að hún er hætt að kvarta undan þeim. Ætlaði að panta tíma hjá eyrnalækni í dag en hún er í fríi fram yfir áramót svo verð að vera þolinmóð og bíða. Þar sem Björk var bæði hálf slöpp og svo er hún alltaf orðin vel þreytt klukkan sjö á kvöldin var tekin sú ákvörðun að Björk fengi að taka upp einn pakka á aðfangadag en svo fór hún að sofa á milli forréttar og aðalréttar um kvöldið. Þannig var nú fyrsta aðfangadagskvöld hjá Björkinni...kannski ekki neitt mjög spennandi en hún var hress fyrir vikið á jóladag. En þá fórum við öll og amma Hrönn í bíltúr til Ebeltoft og fórum í göngutúr í gamla og fallega bænum þar. Amma Hrönn fór svo til Íslands í gær og er þríeykið því aftur orðið eitt og yfirgefið í Danaveldinu. Get samt ekki kvartað yfir því að vera hér um jólin. Jólin verða alveg yndislega afslöppuð, bara borða góðan mat, fara í göngutúra, púsla og njóta þess að vera saman og í náttfötunum eins lengi og maður nennir..hehe. Í dag byrjaði nú samt próftörnin hjá greyið Davíð og fór hann í skólann að læra, læra, læra læra...alveg er þetta ömurlegt...vorkennum honum soldið!!!!!! Ég og Björk fórum í göngutúr til Viby Torv og Björk sat í vagninum sínum á leiðinni og þið getið rétt ýmindað ykkur hvað það er margt spennandi að sjá. Núna sit ég og er að horfa á badminton í sjónvarpinu, Copenhagen Masters, með öðru auganu...en ætti eiginlega að vera að taka pínu til þar sem Nanna vinkona er að koma í mat í kvöld. Svo eru jú bara 3 dagar þangað til Hildigunnur og Eik koma til okkar....vei vei hvað það verður geggjað gaman...mikið verður gert og brallað, það er alveg pottþétt. Loksins setti ég fullt af myndum af Björk á myndasíðuna, athugið bæði 6 og 7 mánaða galleríin...hún er geggjað sæt. Og finnst ykkur ekki kinnarnar vera orðnar stórar? OG hún getur gert þær stærri...jú því nú er mikið sport að blása og þá verða þær stærri...híhí. Knus og kram héðan frá öllum

Fleiri myndir

Hann á afmæli í dag!

Já Davíð á afmæli í dag, reyndar er dagurinn að verða búinn. Ég held að Davíð hafi fundist hann góður, hann byrjaði daginn á því að ég var búin að fara og kaupa rúnstykki svo það var afmælismorgunverður áður en hann fór í skólann og hann opnaði pakkana frá mér og Björk, tengdaforeldrum sínum og Hildigunni og Eik. Gaman gaman að fá pakka. Síðan þurfti hann að fara í skólann en tók sér frí snemma og við dúlluðum okkur saman hér litla fjölskyldan seinni partinn. Sigrún, Skúli og co. komu svo í kvöldmat og áttum við geggjað notalega kvöldstund saman...hlegið dátt að hvort öðru og sona. Núna situr hann og horfir á nýja tónlistarDVD'inn - U2 Vertigo, sem hann fékk í afmælisgjöf frá tengdó. Annars er lítið að frétta annað en að ég held áfram að vera ansi gleymin og utan við mig og dagurinn í gær toppaði það alveg. Get ekki einu sinni sagt frá honum hér því það yrði svakaleg langloka...get þó tekið dæmi og ég tek það fram að þetta er eitt af mörgum mistökunum sem ég gerði í gær. Ég var að fara sjóða kjöt og setti það í vatn og á helluna, en að sjálfsögðu gleymdi ég að kveikja undir, sem ég fattaði klukkutíma seinna og kveikti þá undir pottinum. Sem ég auðvitað gleymdi og mundi ekki eftir fyrr en allt sauð upp úr og vatnið flæddi út um alla eldavél. Sko er ekki hægt að taka einhver vítamín við þessu...tek það fram að ég tek LÝSI...ef einhver hefur góð ráð eru þau vel þegin. Nú, vikan er búin að vera annasöm (ef hægt er að kalla það hafa mikið að gera þegar maður er í barneignafríi) en mánudagurinn byrjaði á því að við Björk fórum til læknsins að láta athuga eyrun. OG viti menn eyrnabólgan er bara farin svo við getum farið í ungbarnasund á laugardaginn, jibbý. Nú eftir lækninn fórum við tvær í bæinn með það markmið að kaupa allar þær jólagjafir sem eftir voru. Hittum síðan Sigrúnu og Silju Kolbrúnu sem voru í sömu hugleiðingum og við. Dagurinn var mjög notalegur og markmiðinu var náð. Björk stóð sig eins og hetja í þessu búðarrölti enda mikill munur að geta látið hana sitja í vagninum. Dagurinn í gær var samt rólegri en fórum við Björk og keyptum afmælisgjöf handa pabba frá gamla settinu á Kambsó og Hildigunni og Eik. Þegar Davíð fór svo í skólann í dag fórum við mæðgur í mömmuklúbbinn að hitta alla hina grallarana sem var mjög gaman að vanda. Ég er að fara selja íbúðina mína svo ef einhver hefur áhuga þá endilega að láta vita...þið getið ekki ýmindað ykkur hversu mikið ég mun sjá eftir þessari litlu íbúð, það er svo góður andi í henni að ég vildi óska þess að hún væri stærri svo við gætum búið þarna þegar við flytjum heim á klakann...en það er víst ekki hægt svo því miður verður hún sett á sölu..! Njótið nú desembermánaðar án þess að verða of stressuð..hann er svo notalegur ef maður gefur sér tíma í að taka eftir því. Hey alveg rétt maður erum að plana laufabrauðsbakstur...það er æði að hafa laufabrauð um jólin...maður er nú íslendingur þó maður sé í DK um jólin....hohoho...jólasveinar ganga um gólf!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband