Bloggið hennar Bjarkar

dsc01962.jpg
Hér ætlum við að skrifa allt það merkilega um Björk...og setja inn facts um hana...væri það ekki soldið sniðugt

Þrumur og eldingar

Ég get svo svarið það ég held ég hafi aldrei séð eins stóra regndropa og komu í dag. Fyrst hélt ég að þetta væri hagl...en nei mega risadropar voru það. Það er búið að vera taka mynd af okkur í allan dag og við höfum staðið úti á svölum allan tíman og brosað fallega...haha. Nei en þvílikar eldingar voru í dag og svo hefur rignt eins og helt væri úr fötu inn á milli. Ferlega notalegt bara eftir alla þessa sól...loftið hreinsaðist vel. Nú annars hefur dagurinn verið fínn, fyrst komu Karen og Hjörtur til mín og Karen klippti mig og litaði svo ég er orðin algjör skutla...enda var þörf á. Á morgun kemur svo mæðragrúppan til mín..það verður örugglega ferlega fínt. Svo fengum við þær gleðifréttir í gær að hann Maggi er á leiðinni til Danmerkur og ætlar að vera hjá okkur í nokkra daga á leið sinni til Álaborgar en þar ætlar hann að vera í vetur...gaman gaman. Alltaf gaman að fá kokk í heimsókn. Jahá, veit ekki hvað ég á meira að skrifa svo ég ætla bara að fara koma mér í rúmið.
Knus og kram til allra

Mánudagur...og hvað með það?

Björk 10 vikna
Þá leið helgin, en fyrir fólk eins og okkur sem ekki erum að vinna þá skiptir það akkúrat engu máli. Sunnudagurinn var samt ferlega skemmtilegur því við fórum í brunch til vinafólks okkar sem sögðu okkur þær gleðifréttir að þau eru að fjölga við sig í febrúar svo það verður heldur betur gaman að fylgjast með þeim. Heimsóknin hjá þeim varð heldur betur viðburðarrík, því veidd var þessi svaka kónguló í glas og til að gera það meira spennandi var náð í flugur og pöddur handa henni að veiða. Því miður þá stóð hún sig ekki nógu vel svo hún var svæfð með hárlakki á endanum. Nú fyrir utan pöddur og hita þá fengum við þennan dýrindismat og var svo boðið í kvöldmat líka svo við kvörtum ekki. Björk lét líka vita af sér og var dugleg að kúka í bleyjuna sína og þegar mamma var búin að skipta tvisvar á stuttum tíma fannst mér vera komin tími á pabbann að skipta um kúkableyju og jújú það gerði hann. Í miðju klíðum þá heldur samt Björk bara áfram að kúka...og var næstum því búin að hitta pabba sinn í einu skotinu...frekar spaugilegt...gaf bara skít í hann...haha.
Dagurinn í dag er búin að vera heldur rólegri, ég fór reyndar út að hlaupa í morgun, svaka dugleg. Síðan fórum við út í búð rétt eftir hádegi (mjög spennandi - eða þannig) og svo fór Davíð í fótbolta...geggjað duglegur. Björk hinsvegar hefur sofið meira eða minna í allan dag...hún tekur svona sofudaga stundum. Að lokum fórum við yfir til nágrannanna að spila Settlers...sem er alveg frábært spil.
Já og svo er hárdagurinn mikli á morgun því hún Karen er svo nice að hún ætlar að koma hingað og klippa mig og lita...gvuð hvað ég hlakka til því ég hef ekki farið í klippingu síðan í byrjun mars...sem er langur tími þegar maður heitir Aðalheiður.
Set fleiri myndir inn á myndasíðuna og video af Björk...kíkið. Er hún ekki orðin mannaleg.

Ágúst nálgast óðum

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Björk er orðin 10 vikna gömul, gestirnir komnir og farnir og ágúst er handan við hornið. þetta hlýtur að þýða að sumarið hafi verið frábært....hvernig er líka annað hægt þegar Björk er annars vegar. Nú héðan er allt gott að frétta, erum bara að njóta þess að vera til og hitta vini og sona. Í gær hittum við Finn, Þóru og litlu Margréti Þóru og fórum á kaffihús, mjög skemmtilegt. Margrét er alltaf jafn skemmtileg og brosmild...sérstaklega þegar hún er að borða þá lítur hún út fyrir að hafa borðað með öllu andlitinu og hún er dugleg að gefa hundunum með sér...híhí. Í dag þá buðu vinafólk okkar, Karen og Hjörtur, okkur heim til sín í síðbúinn brunch svo það verður svaka gaman. Ætlum að taka myndir og setjum svo inn á morgun. Sumarhitinn hefur aðeins lækkað þannig að það er líft að vera úti núna án þess að svitna eins og motherfuc....
Af Björk er allt það besta að frétta, hún er algjör engill að vanda. Síðastliðnar fimm nætur hefur hún sofið alla nóttina, eða frá ca 23.30 til sjö eða átta morguninn eftir, svo við foreldrarnir kvörtum ekki yfir góðum nætursvefni, eins og ég segi þá er hún alveg ótrúleg litla Björkin okkar. Hún spjallar og spjallar og er farin að brosa skemmtilega til okkar oft á dag. OG forvitin er hún, horfir mikið í kringum sig og spekulerar yfir heiminum...gaman gaman. Jæja ætla að hafa mig til og dunda mig svo við að setja inn fleiri myndir á morgun svo allir geta séð hvað litlan er orðin mannaleg og komin með stórar kinnar...híhí

Litla fjölskyldan

Jæja, þá fór síðasti gesturinn í þetta sinn. Sumarið er búið að vera skemmtilegt og viðburðarríkt. Fyrst kom Björk ansi óvænt í heiminn og svo komu allir afarnir og ömmurnar svo það hefur verið nóg að gera hjá litlu fjölskyldunni upp á síðkastið. Okkur hefur fundið það æðislega gaman og sérstaklega skemmtilegt er að sýna Björk og erum við að sjálfsögðu óendanlega stolt af litlu stelpunni og eins og öllum foreldrum þá finnst okkur hún vera fallegasta og duglegasta barn í heimi. Mamma Davíðs fór heim í morgun og vonum við að hún hafi haft góða ferð og að það sé ekki of kalt heima eftir allan hitann hér í Danaveldi. Hún endaði heimsóknina á því að leigja bíl yfir helgina og fórum við til Odense á laugardaginn, og var það frábært þar sem gamli bærinn þar er mjög fallegur. Í gær fórum við svo til Silkeborgar og að skoða Himmelbjerget. Sko Himmelbjerget er sko ekkert himnafjall en það er alveg ótrúlega fallegt þarna og í kring. Maður getur farið í bátsferð frá Silkeborg og silgt um vötnin þarna í kring og það held ég að sé enn fallegra svo það gerum við næst þegar við förum að skoða. Mælum eindregið með að fara þangað. Svo skemmtilegur endir á gestatörninni miklu. Nú tekur svo næsti mánuður við þar sem við í litlu fjölskyldunni ætlum að njóta og kynnast enn betur. Gaman gaman.
Í dag fórum við svo í góðan göngutúr, en við gengum að heiman og alveg niður í bæ, það eru ca. 5 km, s.s. fínn göngutúr í góðum hita. Já sumarið heldur áfram og hitinn á að halda eitthvað áfram. Fórum svo í heimsókn til Þóru og Margrétar og sú stutta hefur heldur betur stækkað. Á morgun koma svo tvær vinkonur mínar úr vinnunni og ætlum við að grilla saman og njóta veðurblíðunnar annað kvöld.
Já ekki má gleyma að segja frá því að Davíð og fleiri íslendingar hér ætla á fótboltaleik en FC Barcelona kemur og spilar æfingarleik við AGF. Svo ætli það sé ekki bara frumraun Eiðs fyrir þá og þau eru svo heppin að geta séð það. Því miður verð ég bara heima en ég fæ líka að vera hjá Björk í staðinn, sé leikinn bara í sjónvarpinu...vonandi verður hann sýndur. Svo fer Brynja og fjölskylda jú bráðum að flytja til Árósa svo við verðum fleiri og fleiri hérna. Og Brynja ef þú sérð þetta þá hafðu endilega samband ef þið þurfið hjálp við flutninga og annað. Jæja vonandi er veðrið ekki allt of leiðinlegt á klakanum....híhí...ég er að kafna úr hita...haha

Nýtt blogg

Falleg bros
Var að skoða aðrar bloggsíður og sá þessa og ákvað að prófa að ver hér í staðinn var orðin soldið leið á hinni...og hér get ég líka sett inn myndir...samt verðum við enn með myndasíðuna svo ekki gleyma að kíkja á hana. Mun skrifa meira seinna...þetta er svona prufuskot.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband