Þá er sumarfríið búið

Á leið í fyrsta afmælið
Já, nú er Davíð byrjaður í skólanum og ég og Björk erum einar heimar...mjög skrítið. Björk ákvað líka að vakna fyrir klukkan átta í morgun sem er mjög sjaldgjæft. Ég hélt þá kannski að hún myndi taka sér lengri lúr í vagninum en nei, 40 mínútur og þá er Björkin bara hress á ný. Nú ef á að fara yfir helgina þá rættist nú heldur betur úr laugardeginum. Við fórum í afmæli yfir til Guðjóns Steins, sem var svaka huggulegt, við fengum ekta íslenskt að borða, flatkökur með hangikjöti, skúffuköku, kryddbrauð og annað gott. Um kvöldið kom svo vinkona mín hún Nanna í heimsókn og var það æðislega huggulegt að vanda. Svo kom sunnudagurinn og var mér boðið til stelpu, Zenia, úr badmintoninu í brunch ásamt öðrum stelpum úr badmintoninu. En Zenia vinnur hjá VILA sem "indköber" svo hún á massivt mikið af fötum, en í gær höfðum við möguleika á að skoða fötin hennar og kaupa það sem okkur leist á. Og viti menn ég fékk fullt af fötum fyrir mjög lítinn pening. Alltaf að græða mar. En ég og Björk ákváðum að labba þar sem það var alveg ágætisveður, á leiðinni heim kom alveg hellidemba þannig með regnslá yfir vagninum og ég með regnhlíf litum við örugglega mjög skemmtilega út. Björk hélst þurr en ég varð vel blaut á fótunum, en samt skemmtilegur göngutúr sem tók tæpan klukkutíma hvorn veg. Davíð dreif sig á æfingu og lenti líka í dembunni á hjólinu...úff. Um kvöldið fór ég svo í rauðvínsklúbb sem við íslensku stelpurnar á Moltkesvej ætlum að vera með...gaman gaman að tala um allt milli himins og jarðar....án barna. Björk varð bara eftir hjá pabba sínum. Setti inn nýjar myndir af Björk á myndasíðuna...kíkið. Knus og kram

Þá kom helgin, heldur betur

Við vorum svo heppin að vera boðið í mat til, Finns og Þóru, fyrrverandi yfirbúar okkar á Östergade. Við mættum bara snemma svona til að geta spjallað aðeins, því nú verður maður víst að fara heim á skikkanlegum tíma þegar maður er með gullklump með sér. Það var alveg ferlega huggulegt að vera hjá þeim og var spjallað um allt á milli himins og jarðar. Okkur finnst samt slæmt að þau séu að flytja heim á klakann, því þau eru búin að vera hér allan þann tíma sem við höfum verið hér þannig að það verður hálfskrítið að geta ekki hitt þau og verið með þeim....sakn sakn. Björk var svaka góð og fór bara að sofa í vagninum sínum með sængina sína á venjulegum tíma og rumskaði ekki við strætóferð né þegar við komum heim og hún færð yfir í rúmið sitt, alveg frábært. Nú svo rann laugardagurinn upp og þó það sé ekki liðið mikið af honum held ég að ég hefði bara átt að draga sængina upp fyrir haus og vera í rúminu í dag. Hann byrjaði nú annars vel og rólega og við vorum komin út í góðum tíma til að ná strætó í sundið. Þegar við svo stöndum í strætó föttum við að við höfðum gleymt töskunni hennar Bjarkar....og hvað þá? Jú við út úr strætó og inn í strætó aftur til baka. Davíð hljóp svo heim og náði í töskuna og við upp í næsta strætó. Síðan hlupum við frá stoppustöðinni í sundið og greyið Björk var vakin og snarlega afklædd og í sundið. Nú sundið byrjaði vel og Björk kafaði tvisvar og fannst bara gaman. Svo fengum við kennarann til að sýna okkur það sem við höfðum misst af af því við komum aðeins of seint og þá var gamanið búið og Björk komin með nóg. Komum svo við í bakarí á leiðinni heim til að sleikja sárin og til að slaka á ofan á allt saman. Ég ákveð svo að skrifa um síðustu afrek okkar hér á blogginu og ætla að henda myndunum inn frá í gær...haldið ekki að ég skoði bara myndirnar, sem eru geggjað fínar, tek myndavélina úr tölvunni og eyði myndunum af myndavélinni. Og þegar ég klára það fatta ég að ég hafði aldrei yfirfært þær á tölvuna svo ekki varð meira úr þeim myndum. Þannig að ef þið lesið þetta FInnur og Þóra megið þið gjarnan senda okkur myndir frá í gær.Eins og ég sagði áðan hefði ég átt að halda mig í rúminu í dag. Vona bara að ekkert fleira leiðinlegt gerist, sérstaklega þar sem við erum að fara í afmæli til Guðjóns Steins á eftir en hann er 2 ára í dag...risa stór. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ GUÐJÓN STEINN.
Ef þið kíkið á myndasíðuna samt þá getið þið séð að ég hef tekið aðeins til á henni og vona ég að hún sé að eins aðgengilegri núna...lofa að setja inn myndir og myndskeið annaðhvort í kvöld eða á morgun.
Vonandi byrjar ykkar helgi betur en okkar...híhíhíhí

Snillingurinn hún Björk

dsc02032.jpg
Jæja, þá var Björkin vigtuð og mæld í dag og að sjálfsögðu stendur hún sig eins og hetja og hefur stækkað og stækkað. Hún er orðin 4800 gr og 58 cm, þannig að hún fylgir sinni kúrvu vel og aðeins betur en það. Auðvitað er hún aðeins fyrir neðan meðaltalið en það er alltaf gott að vera smávaxin (skrifað af konu með reynslu). Hjúkkan hrósaði henni líka mikið fyrir hvað hún var dugleg, hún sagði að hún héldi höfði eins og hún væri 4 mánaða og að hún væri rosa dugleg við að setjast upp og vera á maganum....sem sagt við höfum eignast snilling. Og auðvitað var hjúkkan mjög hissa á að heyra að hún svæfi alla nóttina og fannst ekkert skrítið að hún svæfi lítið yfir daginn og að hún væri alltaf að borða þegar hún sefur sona mikið og lengi án þess að borða....nú eins og þið getið ýmindað ykkur eru foreldrarnir að springa úr stolti, en nóg af monti. Þá er alltaf nóg að gera að vanda..gaman gaman. Í gær komu Bergþór og Guðrún (móðurbróðir Davíðs) í heimsókn en þau voru í Árósum á námskeiði og fundum, það var auðvitað alveg frábært að hitta þau og gaman að þau skyldu hafa samband. Í kvöld er svo sameiginleg þrif á stigaganginum og sjáum við um smá kaffi á eftir. Já og á þriðjudaginn fórum við á æfingu, bæði og tókum við bara Björk með okkur. Davíð fór á fyrri æfinguna og ég á seinni þannig planið var að Davíð myndi svo fara heim með Björk og þar gefa henni pela og leggja í rúmið, en litla Björk var ekki sammála þessum plönum og vildi vera lengur niðurfrá svo það endaði með að þau biðu eftir mér og Brynja...já ég dreif Brynju með mér á æfingu en hún er nýflutt til DK...skutlaði okkur svo heim...hjúkk maður. Þetta var fyrsta æfingin hans Davíðs og ég get lofað ykkur því að hann labbar eins og.......og á mjög erfitt með að setjast og standa upp...híhí, og auðvitað hlæ ég bara að honum. Nú set inn nokkrar myndir bæði hér og á myndasíðuna, ekki gleyma að skoða videoin. Knus frá árósarfólki

Laugardagur í lukku

Að vanda byrjum við laugardagana eldsnemma og förum í ungbarnasund. Björk verður alltaf duglegri og duglegri og í dag var hún ofan í lauginni í 25 mínútur og kafaði þrisvar sinnum...sunddrottningin slær alltaf eigin met. Síðan var nú bara haldið heim í rólegheit, tókum okkur smá lúr og sona. Þetta virðist ætla verða algjör letilaugardagur sem er nú bara alveg ágætt. Davíð og Maggi eru að missa sig í tölvuleiki og enska boltann...þvílíkir nördar. Björk er byrjuð að spjalla svo mikið að hún samkjaftar ekki...gaman gaman. Jæja, ætla að halda áfram að gera ekki neitt. Knus knus frá Dk

12 vikna og í fullu fjöri

Björk sitjandi hjá mömmu
Sko...nú er komin fimmtudagur og litla fjölskyldan vöknuð og komin á ról. Nóttin var að vanda fín, Björk svaf til klukkan átta og vildi þá fá smá að borða...sofnaði þá aftur í rúminu hjá pabba og mömmu, vaknaði svo aftur um tíuleytið og vildi fá meira að drekka...sofnaði enn og aftur og vaknaði svo klukkan ellefu spræk og tilbúiin í slaginn. Enda var hún drifin í bað og er því hrein og fín í dag. Nú er hún svo úti í vakni að leggja sig. Á meðan hefur gesturinn hann Maggi bara sofið og sofið...enda ekki srkítið þar sem hann var í löngu ferðalagi í gær. Þessi lýsing á nóttinni er mjög týpisk fyrir Björk, sofa sofa sofa...ég held hún hafi fengið "sofuhjartað" hans pabba síns, enda sofa þau oft saman þegar mamma er farin fram úr. Í dag ætlum við svo að kíkja í bæinn og skoða smá í búðir...híhí, gaman gaman.
Gleymdum alltaf að segja að Unnur Ylfa og Þröstur eignuðust lítinn sætann snáða um daginn...við óskum þeim til hamingju.

Kokkur í heimsókn

Je minn eini....þá kom Maggi í heimsókn og ég get lofað ykkur því að það er ekki slæmt að fá útlærðan kokk på besøg. Það var eldaður þetta líka dýrindispasta með tómatsósu...namminamm. Síðan erum við jú dottin í spilið Settlers og erum með það í láni. Við vorum því ekki lengi að kenna Magga spilið og svo var byrjað að spila og viti menn eftir mjög spennandi keppni þá vann Maggi...bara byrjendaheppni og ekkert annað. Annars allt gott að frétta héðan, allt í rólegheitunum, Björk frábær að vanda. Jæja við ætlum að halda í bælið svo við getum verið eitthvað skemmtileg á morgun...sérstaklega strákarnir þar sem þeir ætla að kíkja á smáfimmtudagsdjamm. Að lokum langar okkur að þakka fyrir skrif í gestabókina og athugasemdirnar frá ykkur, það er svo notalegt að fá smá kveðju frá ykkur. Knus

Sunddrottningin hún Björk

Björk og mamma í sundi
Jæja, þessa daganna eru laugardagarnir teknir snemma þar sem við eigum að vera mætt í ungbarnasund kl. 8.00 og strætó tekinn um hálf átta leytið. En við erum jú svo árrisul...ja það er að segja foreldrarnir eru en Björk aftur á móti er ekki alveg til í að vakna sona snemma, svo við þurftum að vekja hana í morgun...híhí. En það var að sjálfsögðu svakalega gaman í sundi og Björk fór í kaf í fyrsta sinn og tók því eins og sannur íslendingur. En hvað finnst ykkur, tekur hún sig ekki bara vel út í sundbolnum sem hún fékk frá Eik frænku?

Tíminn flýgur og Björk stækkar og stækkar

Fullorðna Björk
Je minn eini hvað tíminn flýgur, áður en við vitum af þá er Björk orðin eins árs....nei við erum sko að njóta hennar núna. Á hverjum degi heyrum við ný hljóð frá henni og stærra bros og hlátur...gaman gaman. Vikan hefur heldur betur verið viðburðarrík. Mánudagurinn var reyndar hálfgerður letidagur nema Davíð fór í fótbolta hjá Heklu, íslenska fótboltafélagið hér í Árósum. Á þriðjudeginum fór ég svo á fyrstu badmintonæfinguna mína, sem var alveg frábært að slá boltann...og að sjálfsögðu þá voru höggin ekkert spes og ég er eins og þung hæna á vellinum...en það kemur vonandi allt saman. Á meðan ég var að spóka mig á vellinum þá voru Björk og Davíð heima...ég var bara búin að mjólka í pela sem Davíð gaf Björk þegar hún var orðin svöng...frábært. Svo kom miðvikudagurinn en um morguninn kom mæðragrúppan til mín og var það ferlega huggulegt. Um kvöldið fór ég og Björk á kaffihús og hittum, Christina, Nanna og Maibritt, vinkonur mínar úr vinnunni. Það var æðislegt að hitta þær annars staðar en hér heima. Eftir tæpa tvo tíma á kaffihúsi fannst Björk nóg komið svo við héldum heim á leið. Vinir Davíðs voru hér að spila póker svo við vorum settar í útlegð inn í herbergjum, svo Björk fór að sofa og ég að lesa...mjög fínt. Davíð heilar tuttugu krónur í pókernum svo það getur vel borgað sig að spila póker öðru hvoru...haha! Nú í gær fórum við svo í baby bíó. En það er sýning kl.11 um morguninn sem er tilætluð foreldrum. Þetta þýðir að maður tekur barnið með sér og annað hvort hefur það inni í salnum hjá sér eða ef það sefur þá liggur það í barnavagninum sínum fyrir utan salinn og þá er einhver þar sem lætur mann vita ef það fer að gráta. Geðveikt sniðugt, það er líka búið að lækka hljóðið og ljósin í salnum er dempuð en ekki slökkt. Svo við sáum Superman - Returns og Finnur, Þóra og Margrét vorum með okkur. Eftir bíó fórum við svo og fengum okkar að borða og sátum úti, en það er víst ekki svo sniðugt þessa daganna því það er algjör geitungafaraldur hér í DK þessa daganna. Það lá við að við borðuðum þá því þeir voru svo ágengir í matinn hjá manni. Í dag hefur fjölskyldan slakað á að mestu leyti og í töluðum orðum liggur Björk ofan á pabba sínum og steinsefur...mjög notalegt. Jæja set myndir og video inn á myndasíðuna skoðið. Knus frá DK.

Fyrsta skipti í sund

Tígrísdýrið mikil
Björk er frá og með deginum í dag sunddrotting. Í morgun byrjaði hún nefnilega í ungbarnasundi og verðum í sundi á hverjum laugardegi þangað til í byrjun desember. Við vorum geðveikt heppin því yfirleitt er biðlist í ungbarnasundið en við fengum pláss, reyndar þurfum við að fara á fætur áður en heimurinn vaknar til að vera mætt klukkan 8 á laugardagsmorgnum en hvað gerir maður ekki fyrir börnin. Gleymdum auðvitað að taka myndavélina með okkur en lofum að taka myndir á næsta laugardag svo þá geta allir dáðst að henni í fína sundbolnum sem hún erfði eftir Eik frænku. Í vikunni hefur verið aðeins svalara svo maður hefur getað klætt stelpuna í föt og fór hún meðal annars í tígrísdýrsgallann sinn. Í kvöld fáum við svo nágrannana í mat og ætlum við að spila eftir matinn, mjög líklega verður það Settlers en þau kenndu okkur það spil um daginn og ég verð nú bara að segja að það er geggjað skemmtilegt. Á morgun koma svo fyrrverandi yfirbúar til okkar og ætlum við að eyða deginum saman og grilla svo um kvöldið. Frábær helgi, gaman gaman. Að lokum viljum við óska Jakobi Mána frænda og nýbökuðum stóra bróður til hamingju með afmælið í dag...vildum óska þess að við værum hjá þér að halda upp á það.

Fleiri myndir

Dagbók Bjarkar

Ég fæddist þann 21. maí 2006 klukkan 6.36, á Skejby Sygehus í Danmörku. Viðstödd fæðinguna var pabbi minn og hann klippti á naflastrenginn.

Ég var að drífa mig soldið í heiminn svo mamma var eingöngu búin að ganga með mig í 36 vikur og 3 daga, svo í raun var ég pínu fyrirburi, en var samt svaka fín.

Ég var nefnd, Björk, þegar ég var tæplega mánaðar gömul, foreldrar mínir ákváðu nafnið 15. júní.

Þegar ég fæddist vó ég 2540 gr og var 47 cm á lengd.
Þegar ég var 8 daga var ég 2500 gr og 48 cm á lengd.
Þegar ég var 3 vikna var ég 2900 gr.
Þegar ég var 5 vikna var ég 3300 gr og 50,5 cm á lengd.
Þegar ég var 6 vikna var ég 3600 gr og 51,5 cm á lengd.

Fyrsta brosið kom þegar ég var ca. 5 vikna en varð stabilt þegar ég var ca. 6 vikna.

Framhald kemur reglulega


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband