Ok...hvað er málið með konur, barn á brjósti og gleymsku

Ég get svarið það að ég held að það sé rétt sem margir vísindamenn eru að segja..heilin á konum minnka þegar þær eru óléttar og með barn á brjósti. Ég er hvað eftir annað að gleyma...mér finnst nú bara gott að hafa ekki gleymt Björk einhvers staðar enn. Allaveganna þá bý ég til dæmis til mikið af mauki fyrir Björk í einu og frysti það. Ég var svo eitt kvöldið að taka úr frystinum fyrir kvöldið að gefa henni..og allt gekk svaka vel, þangað til að ég er að leita að matnum kvöldið eftir en þá er ekkert í frystinum. Nú og þar sem ég var alveg viss um að það hefði verið nóg eftir þá fer ég nú að leita annars staðar og fann restarnar í grænmetisskúffunni...talandi um að vera utan við sig..úff. Svo í gær þá fórum ég og Björk í matarboð með kollegum mínum og var það í Viborg (70 km héðan) og fengum við far. Þegar við erum alveg að koma til VIborg þá fatta ég allt í einu að skiptitaskan hennar Bjarkar varð eftir...man, engar bleyjur, enginn matur eða náttföt. Nú þá er bara að kaupa bleyjur og hún varð bara að láta brjóstið duga það kvöldið. Ég er alvarlega farin að halda að ef ég fer ekki bráðum að vinna og þjálfa heilann þá verði ég heiladauð áður en ég næ að snúa mér við...nei segi svona. Ég lofa að koma með fleiri sögur, því ég get lofað ykkur því að þær verða fleiri.

Eyrnabólga...úff, úff

Mæðgurnar í góðum fíling
Sko Björk er með í eyrunum en það eina sem við finnum fyrir er að það vellur "hor" úr öðru eyranu. Að öðru leyti þá virðist hún ekki finna fyrir því að vera með í eyrunum...magnað. Reyndar grét hún í tvo tíma eina nóttina og svo ekki söguna meir...sem er auðvitað frábært. Annars er hún bara mjög hress, talar og talar og talar og talar. Mjög skemmtilegt.
Törnin er byrjuð hjá Davíð og er hann meira og meira niður í skóla að læra, en hann/þeir eiga að skila verkefni þann 22. des...og svo byrja prófin 2. janúar...svo nóg að gera næstu vikurnar hjá þeim manni...gott að vera ekki hann þessa dagana. Ég er reyni að finna mér eitthvað að gera svo ég fari ekki alveg yfir um..er farin að sakna þess að vera í vinnunni, þrátt fyrir að mér finnist algjört æði að vera svona mikið með Björk þá finn ég að það er fínt að byrja að vinna 1. febrúar. Vona bara að Björk fái pláss á vöggustofunni hér á horninu. Ég er búin að fara á kaffihús tvö síðustu kvöld sem var voða gaman, fyrst fór ég með Laufey og svo með stelpunum í mömmugrúppunni...vorum að njóta þess að vera án barnanna. Er svo á fullu að styrkja á mér bakið svo ég geti farið að gera það sem ég vil...spila badminton, út að hlaupa, halda á Björk án þess að finna til og margt margt margt fleira. Frekar pirrandi að vera svona....arrg. Það er alveg fáránlega milt veðrið hérna svo það er frekar skrítið að maður sé að fara skreyta fyrir jólin um næstu helgi, en það verður gaman að fá meiri birtu af jólaljósunum. Er í alveg ágætis jólaskapi...ótrúlegt en satt...er nú líka búin að baka smákökur og piparkökur svo jólalyktin hefur heldur betur leikið um íbúðina. Nú Davíð er að reyna að fara læra, en nennir því ómögulega og þyrfti að snurfusa aðeins þar sem stelpurnar úr mömmuklúbbnum eru að koma hingað í fyrrmálið. Heyrumst fljótlega.

6 mánaða í fullu fjöri

Get setið ein í smástund
Sko, ótrúlegt en satt þá er Björkin okkar orðin hálfs árs...magnað hvað tíminn líður hratt. Áður en við vitum af þá kemur hún heim með fyrsta kærastan...hjálp!! Nóvember mánuður er búin að vera rólegur en samt alltaf eitthvað að gerast. Björkin fékk graut í fyrsta skipti fyrir tveimur og hálfri viku og borðar hún nú tvær máltíðir á dag...ekki alltaf alveg nóg en þá fær hún bara ábót hjá mömmu sinni. Hún er geggjað dugleg litla krílið. Svo var farið í kleinubakstur hér um daginn og skemmtum við okkur konunglega við mæðgur, með Sigrúnu og litlustóru Silju Kolbrúnu. Silja og Björk hlógu allaveganna voða mikið..þeirra vinskapur byrjar mjög vel. Heyrðu svo held ég bara að ég verði að viðurkenna að aldurinn sé að ná mér...ég er búin að vera drepast í bakinu í viku núna og það endaði meira að segja með því um helgina að ég hringdi á læknavaktina og fékk einhverjar gigtartöflur svo ég gæti bara hreyft mig...ég var nefnilega orðin þannig að ég var skökk og gat ekki hreyft mig. Davíð lyfti Björk og hélt meira eða minna á henni og á næturnar vakti ég hann til að taka hana upp úr rúminu þegar hún vildi borða. Ég er nú eitthvað betri en ekki góð samt og ætla því að panta tíma hjá lækni á morgun og heyra hvað hún segir...ömurlegt þar sem ég get ekki spilað badminton, já eða gert neitt líkamlega erfitt...úff. Svo í gær tókum við skötuhjúin okkur til og umturnuðum stofunni og nú er hún, þó við segjum sjálf frá, truflað falleg. Svo til að sjá þetta undraverk okkar þurfið þið bara öll að koma í heimsókn. Nú svo á síðasta föstudag ákváðum við líka að við hefðum gott af því að fara út að borða um kvöldið, sko án Bjarkar. Og þar sem við eigum svo frábæra nágranna sem hlustuðu eftir Björk fyrir okkur á meðan, var þetta hægt og áttum við alveg æðislega kvöldstund saman...svaka rómó. Þegar við pössum fyrir hvort annað, við og parið á móti, þá er babymonitorinn bara settur yfir í hina íbúðína en barnið í sínu eigin rúmi..frábært fyrikomulag! Hvað haldiði að mér hafi tekist í dag? Sko í dag þegar ég fékk mér hádegismat sem voru tvær rúgbrauðssneiðar (þær síðustu á heimilinu) þá hringdi síminn, og ég spjallaði í smá tíma. Þegar ég lagði á þá fannst mér ég vera enn svo svöng að ég ákvað að labba yfir til Sigrúnar og spyjra hvort hún ætti ekki eina bollu handa mér (svo ég myndi nú ekki ráðast á súkkulaðistykkið sem lá á stofuborðinu). Jú auðvitað gat ég fengið brauð hjá henni, þetta dýrindis heimabakaða íslenska rúgbrauð. Glöð í bragði rölti ég yfir með þetta góðgæti og hlakkaði mikið til að borða það. Þurfti reyndar að gefa Björk að borða fyrst svo ég var heldur betur orðin langleit eftir þessum mat. Nú ég settist svo niður og ætlaði að fara gæða mér á þessu, en er litið til hægri og sé ég þá ekki disk með rúgbrauði..óétið. Ég get svo svarið það..ég er að missa minnið, ég var svo pottþétt á því að hafa borðað báðar brauðsneiðarnar áður að ég bara fékk lánað meira. Sko hér í DK er þetta kallað ammehjerne og ég ætla bara að halda í það..svo ég sé ekki alveg farin að kalka. Nú en eins og þið vitið þá ætlum við að vera hér í Árósum um jólin og fáum við nú líklega einhverja gesti, en hverjir og hve margir er ekki alveg komið á hreint enn. Jæja setti nokkrar myndir inn af Björk bæði á þessa síðu og myndasíðuna. Kíkið á stóru stelpuna okkar. Knus frá Árósum

Fleiri myndir

Loksins loksins

Loksins kom að því að ég gef mér tíma í að setjast niður og skrifa nokkrar línur. Björkin hresstist auðvitað eftir veikindin og við drifum okkur í sund á laugardeginum, en Björk fannst það ekkert svo gaman. Það lítur allt út fyrir það að þetta hlé sem kom af því að við vorum heima hafi haft þau áhrif að hún er svona pínu efins um þetta allt saman, en við gefumst ekki upp...vonandi fer henni að finnast svaka gaman! Vikurnar hafa annars bara liðið án þess að hafi mikið gerst, eða það finnst manni oft en svo þegar maður fer að pæla aðeins nánar þá hefur gerst alveg fullt, því Atli vinur Davíðs var hjá okkur yfir eina helgi sem var mjög gaman og þeir kíktu á djammið::.ég er alveg farin að hlakka pínu til að geta farið á smá djamm, tíhí. Svo kom Maggi og var hjá okkur í eina nótt, en hann var á Denmark Open (badmintonmót). Svo erum við búin að vera með vinum okkar, í afmæli, spila og margt margt fleira. Í gær ákváðum við svo að gefa Björk smá graut, og ég hélt ég yrði ekki eldri af hlátri, því Björk setti upp svo skemmtilegan svip, og af honum var hægt að lesa að henni þótti þetta frekar skrítið og tja já líklega bara frekar ógeðslegt...hehehe. En hún kyngdi nú smá svo allt fór þetta vel og í dag kyngdi hún alveg eins og herforingi. Að sjálfsögðu kom meirihlutinn út aftur, en hún þarf aðeins að æfa sig í að koma matnum aftur og niður í háls...krefst smá þjálfunar, en þá er fínt að mamma sé iðjuþjálfi og sé vön að þjálfa sona lagað, ha!! Svo vorum við í fimm mánaðarskoðun og að sjálfsögðu var Björkin fullkomin...og heillaði lækninn upp úr skónum, heilladísin mín! Og svo grét hún ekki einu sinni þegar hún fékk sprautuna í lærið...algjör hetja. En nú bíð ég spennt hvort hún fái hita og verði slöpp þar sem hún varð pínu slöpp við síðustu bólusetningu. Reyndar bendir soldið til þess að hún sé að verða slöpp þar sem hún sefur út í vagninum sínum og hefur gert það í einn og hálfan tíma, en eins og flestir vita þá sefur þessi dama yfirleitt ekki lengur en hálftíma í einu á daginn :)

Að lokum verð ég víst að segja ykkur að við ætlum mjög líklega að vera í Danmörku yfir jólin, okkur fannst of mikið flakk fyrir stuttan tíma og við komum jú pottþétt um páskana þar sem Stella Björk (systir Davíðs) fermist í vor...já ég er búin að tryggja mér frí um páskana...svo þannig verður það í þetta skiptið. En allir eru velkomnir að koma til okkar og halda jólin hér með okkur.


Myndbönd

Hey, ákvað að setja eitt nokkuð gamalt myndband inn af Björk sem ekki gat farið inn á myndasíðuna, en hægt er að setja það inn hér núna...skoðið og hlæið með okkur, hehe. Kíkið vinstra megin á síðuna, frekar neðarlega og þar eru nýjustu myndböndin.

Heima er best.

Jæja þá erum við komin heim aftur og litla þríeykið saman á ný. Þvílík gleði!! En allir eru ánægðir með sitt ferðalag, hvort sem það var til Mexíkó eða Íslands. Verður þó að segjast að húðliturinn á Davíð var ekki sá sami og á okkur Björk. Davíð var vel...tja hvað á að segja....rauðleitur (og þá er ég mjög góð), því honum tókst að brenna ansi hressilega einn daginn, og er því að flagna mjög skemmtilega núna, úff. Við Björk erum auðvitað bara eins og sannir íslendingar, fölar og hvítar! Ferðin heim með Björk gekk mjög vel og vorum komnar heim klukkan fimm þá eftir að hafa ferðast í 10 klukkustundir, vel þreyttar og svona. Því miður veiktist Björk um kvöldið, var bara allt í einu kominn með hita og leyfði foreldrum sínum að upplifa fyrstu andvökunóttina (valdi líka góða nótt eða þannig, við ansi þreytt efitr ferðalög). Björkin svaf nefnilega ekki langa dúra þá nóttina og var frekar lítil í sér. En við foreldrarnir ákváðum bara að gera gott úr þessu og um þrjú leytið vorum við orðin svöng svo við fengum okkur að borða og ákváðum að skoða myndböndin sem ég hafði tekið upp heima, og var hlegið dátt að henni Eik minni...híhí. Nú, daginn eftir var hitinn enn sá sami og lækkaði hann líklega ekki fyrr en nóttina eftir, en þá svaf hún eins og engill, svo við héldum auðvitað að þá væri Björk nú að verða hress. Og í gær var hún bara nokkuð hress, varð þó eitthvað pirruð þegar leið á daginn, og í nótt svaf hún slitrótt, svo ég var ansi þreytt þegar morguninn kom. Í dag hefur hún svo verið með einhverjar kommur og varð aftur pirruð seinnipartinn...held hreinlega að hún sé að taka tennur og sé að gera það með stæl. Núna sefur engillinn minn en er strax byrjuð að vera pínu óróleg svo ég kvíði dáldið fyrir nóttinni, hef á tilfinningunni að hún verði pirruð. Á morgun kemur síðan hjúkkan til okkar og hlakka ég til að geta spurt hana spjörunum úr. Læt ykkur vita á morgun hvernig þetta fer allt saman.
Núna sit ég bara og röfla þetta við ykkur á meðan Davíð fór á badmintonæfingu...kallinn þarf nefnilega að keppa um helgina....og já Atli vinur hans ætlar að kíkja til okkar á laugardaginn, gaman gaman.

Knus og kram frá Árósum


Brr....mikið er kalt á klakanum

Jæja þá erum við mæðgur búnar að vera á klakanum í rúma viku og líkar vel. Erum heldur betur búnar að hafa mikið að gera, enda eru margir sem þarf að hitta og sjá. Erum að sjálfsögðu á Kambsveginum hjá afa Birgi og ömmu Erlu og höfum það svaka gott. Því miður þurfti amma Erla að fara til Berlínar á sunnudaginn...ekkert gaman. Held hreinlega að við séum næstum því búnar að hitta alla sem okkur langaði að hitta, bæði vini og vandamenn. Ömmurnar voru nefnilega svo sniðugar að hóa í fólkið í smá "sammenkomst" svo margar flugur voru slegnar í einu höggi. Svo á laugardaginn verður haldið upp á afmælið hjá Ara Páli svo þá hittum við alla sem við höfum ekki hitt...frábært það. Við viljum svo auðvitað óska Ara Páli til hamingju með 6 ára afmælið í dag...orðin svaka stór. Því miður höfum við systur ekki verið mikið saman þar sem við erum með börnin okkar á kvöldin. Við ætlum því að bæta úr því á föstudaginn og vera saman allan daginn og kannski bara allt kvöldið...jibbý. Ég hlakka geðveikt til. Hef svo heyrt öðru hvoru í Davíð og það hljómar eins og það sé mjög gaman hjá þeim í Mexíkó, er einmitt að bíða eftir að hann komi á SKYPE núna en hann lætur bíða eftir sér. Jæja ætla að láta þetta duga í bili. 

Knus og kram frá Íslandi 


Mexico og Ísland..here we come

Nú þá kom að því að ferðalögin leggjast yfir litlu fjölskylduna hér í Árósum. Davíð fór aðfaranótt föstudags og er komin til Mexíkó..gaman gaman. Heyrði í honum í dag og voru þau að fara skoða einhverja pýramída. Ferðin hafði samt verið löng og erfið, svo þau voru víst alveg búin þegar þau lentu. Ég og Björk erum því bara að dúlla okkur og í gær fórum við að versla pínu og ég slappaði síðan af um kvöldið. Í dag vorum við svo alveg á fullu. Byrjuðum að sjálfsögðu daginn á að fara í ungbarnasund og svo fórum við heim og slökuðum aðeins á svona til að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. Síðan kom Nanna í hádegismat og svo fórum við allar af stað þar sem ég var að fara keppa í liðakeppninni og Nanna var svo nice að líta eftir Björk á meðan. Við skíttöpuðum, vissum það fyrir, en ég held að það sé langt síðan ég naut þess svona að spila..engin pressa og ég bara að hafa gaman af því að spila badminton...jibbý! Síðan kom Guðlaug (æskuvinkona) í kvöldmat, en hún var í heimsókn hjá annarri vinkonu sinni hér í Árósum. Það var alveg geggjað huggulegt og sátum við og spjölluðum um lífið og tilveruna. Á morgun ætlum við svo í ungbarnasund aftur en annars bara slappa af og byrja að pakka. Já því nú líður að því að við mætum á klakann....úff..hef ekki hugmynd um hvernig fötum ég á að pakka. Jæja ætla að fara að sofa. Góða nótt og hafið það sem allra best elskurnar mínar um allan heim.

Silja Kolbrún...

dsc02168.jpg
...heitir litlastóra stelpan á móti. Frábært nafn sem hæfir bara miklum persónuleikum sem hún sko er....frábært nafn. Til hamingju Silja Kolbrún með fallega nafnið. Og svo er bara rúm vika í klakaferð hjá mæðgum og vika í mexikóferð hjá Davíð. Úff hvað tíminn liður hratt og strax komið að heimför. Gaman gaman, okkur er farið að hlakka mikið til og kvíða fyrir þar sem við eigum eftir að vera frá hvert öðru í rúmar tvær vikur, sem er mjög skrítið. Davíð á ekki eftir að vera með Björk í allan þennan tíma...ekki skemmtilegt. Nú erum við mæðgur orðnar hressar, nema hvað Björk er enn ansi kvefuð en ekki með hita. Við héldum okkur heima mánudag og þriðjudag, nema ég fór á æfingu þriðjudagskvöldið sem ég hefði betur sleppt. Sko fæturnir voru fínir en haldið ekki að bakið hafi farið í staðinn. Þannig að ég er búin að vera drepast í bakinu en það fer þó skánandi og ég ætla að reyna að fara að æfa í þrekherberginu hérna á eftir þegar Davíð kemur heim. Ég og Björk fórum svo í bíó í gær og var það ferlega gaman, við sáum "Devils wears prada"...sem er fín stelpu afþreying. Björk fannst geggjað gaman og fylgdist vel með myndinni...frekar fyndin strumpur! Ég veit ég er halló en þar sem ég get nálgast Ísfólkið núna þá ákvað ég að lesa þær aftur...gvuð hef ekki lesið þær síðan í gaggó...og ég missti mig í fyrrakvöld og las fram á nótt...enda sofnaði ég feitt á sófanum í gærkvöldi þegar Davíð fór á æfingu..híhí. Já svo koma afi Gummi og amma Guðbjörg í heimsókn á morgun, jibbý. Það verður svo gaman. Well, góða helgi og sjáumst bráðum.

..og sólin skín...

Litla Björkin veik
..en því miður getum við mæðgur ekki notið góðs af. Því miður þá náðum við okkur í eitthvað kvef og vorum báðar vel slappar í gær og Björk greyið er enn frekar slöpp og sefur og sefur í dag....sem er mjög óvanalegt og ég veit eiginlega ekki hvað ég á af mér að gera. Hún rétt vaknaði áðan til að fá sér að drekka, sem er þó jákvætt að hún fái nóg að borða...mikilvægt atriði. Mældi hana í morgun og var hún ekki með hita en er farið að gruna að hún sé með nokkrar kommur núna. Nóg um það, þá fer nú heldur betur að nálgast ferðin til klakans og er okkur farið að hlakka mikið til þrátt fyrir að okkur finnist ekki skemmtilegt að pabbi/Davíð sé ekki hjá okkur í heilar tvær vikur...úff, það verður erfitt. Helgin var mjög fín, fórum að sjálfsögðu í ungbarnasundi og kíktum svo í bæinn á eftir, fengum okkur kaffi og rúnstykki og kíktum svo í nokkrar búðir og keyptum meira að segja fyrstu jólagjöfina...magnað, ha! Í gær vorum við jú bara heima vegna slappleika stelpnanna...sem var frekar fúlt þar sem ég ætlaði að fara á æfingu...týpiskt fyrst meidd og svo slöpp. Nema í gærkvöldi komu allar stelpurnar á kollegie-inu í "rauðvínsklúbb" hingað og var það ferlega huggulegt. Við foreldrarnir fórum því aðeins og seint að sofa. María og Gummi eignuðust svo lítinn dreng á laugardaginn...TIL HAMINGJU og VELKOMINN Í HEIMINN. Vona að stóri bróðir, Gabríel, sé á batavegi, en hann var svo óheppinn að botnlanginn í honum sprakk...úff ekki skemmtileg reynsla það.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband