Bloggar | Laugardagur, 2. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Törnin er byrjuð hjá Davíð og er hann meira og meira niður í skóla að læra, en hann/þeir eiga að skila verkefni þann 22. des...og svo byrja prófin 2. janúar...svo nóg að gera næstu vikurnar hjá þeim manni...gott að vera ekki hann þessa dagana. Ég er reyni að finna mér eitthvað að gera svo ég fari ekki alveg yfir um..er farin að sakna þess að vera í vinnunni, þrátt fyrir að mér finnist algjört æði að vera svona mikið með Björk þá finn ég að það er fínt að byrja að vinna 1. febrúar. Vona bara að Björk fái pláss á vöggustofunni hér á horninu. Ég er búin að fara á kaffihús tvö síðustu kvöld sem var voða gaman, fyrst fór ég með Laufey og svo með stelpunum í mömmugrúppunni...vorum að njóta þess að vera án barnanna. Er svo á fullu að styrkja á mér bakið svo ég geti farið að gera það sem ég vil...spila badminton, út að hlaupa, halda á Björk án þess að finna til og margt margt margt fleira. Frekar pirrandi að vera svona....arrg. Það er alveg fáránlega milt veðrið hérna svo það er frekar skrítið að maður sé að fara skreyta fyrir jólin um næstu helgi, en það verður gaman að fá meiri birtu af jólaljósunum. Er í alveg ágætis jólaskapi...ótrúlegt en satt...er nú líka búin að baka smákökur og piparkökur svo jólalyktin hefur heldur betur leikið um íbúðina. Nú Davíð er að reyna að fara læra, en nennir því ómögulega og þyrfti að snurfusa aðeins þar sem stelpurnar úr mömmuklúbbnum eru að koma hingað í fyrrmálið. Heyrumst fljótlega.
Bloggar | Þriðjudagur, 28. nóvember 2006 (breytt kl. 21:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Þriðjudagur, 21. nóvember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Loksins kom að því að ég gef mér tíma í að setjast niður og skrifa nokkrar línur. Björkin hresstist auðvitað eftir veikindin og við drifum okkur í sund á laugardeginum, en Björk fannst það ekkert svo gaman. Það lítur allt út fyrir það að þetta hlé sem kom af því að við vorum heima hafi haft þau áhrif að hún er svona pínu efins um þetta allt saman, en við gefumst ekki upp...vonandi fer henni að finnast svaka gaman! Vikurnar hafa annars bara liðið án þess að hafi mikið gerst, eða það finnst manni oft en svo þegar maður fer að pæla aðeins nánar þá hefur gerst alveg fullt, því Atli vinur Davíðs var hjá okkur yfir eina helgi sem var mjög gaman og þeir kíktu á djammið::.ég er alveg farin að hlakka pínu til að geta farið á smá djamm, tíhí. Svo kom Maggi og var hjá okkur í eina nótt, en hann var á Denmark Open (badmintonmót). Svo erum við búin að vera með vinum okkar, í afmæli, spila og margt margt fleira. Í gær ákváðum við svo að gefa Björk smá graut, og ég hélt ég yrði ekki eldri af hlátri, því Björk setti upp svo skemmtilegan svip, og af honum var hægt að lesa að henni þótti þetta frekar skrítið og tja já líklega bara frekar ógeðslegt...hehehe. En hún kyngdi nú smá svo allt fór þetta vel og í dag kyngdi hún alveg eins og herforingi. Að sjálfsögðu kom meirihlutinn út aftur, en hún þarf aðeins að æfa sig í að koma matnum aftur og niður í háls...krefst smá þjálfunar, en þá er fínt að mamma sé iðjuþjálfi og sé vön að þjálfa sona lagað, ha!! Svo vorum við í fimm mánaðarskoðun og að sjálfsögðu var Björkin fullkomin...og heillaði lækninn upp úr skónum, heilladísin mín! Og svo grét hún ekki einu sinni þegar hún fékk sprautuna í lærið...algjör hetja. En nú bíð ég spennt hvort hún fái hita og verði slöpp þar sem hún varð pínu slöpp við síðustu bólusetningu. Reyndar bendir soldið til þess að hún sé að verða slöpp þar sem hún sefur út í vagninum sínum og hefur gert það í einn og hálfan tíma, en eins og flestir vita þá sefur þessi dama yfirleitt ekki lengur en hálftíma í einu á daginn :)
Að lokum verð ég víst að segja ykkur að við ætlum mjög líklega að vera í Danmörku yfir jólin, okkur fannst of mikið flakk fyrir stuttan tíma og við komum jú pottþétt um páskana þar sem Stella Björk (systir Davíðs) fermist í vor...já ég er búin að tryggja mér frí um páskana...svo þannig verður það í þetta skiptið. En allir eru velkomnir að koma til okkar og halda jólin hér með okkur.
Bloggar | Mánudagur, 6. nóvember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Fimmtudagur, 26. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá erum við komin heim aftur og litla þríeykið saman á ný. Þvílík gleði!! En allir eru ánægðir með sitt ferðalag, hvort sem það var til Mexíkó eða Íslands. Verður þó að segjast að húðliturinn á Davíð var ekki sá sami og á okkur Björk. Davíð var vel...tja hvað á að segja....rauðleitur (og þá er ég mjög góð), því honum tókst að brenna ansi hressilega einn daginn, og er því að flagna mjög skemmtilega núna, úff. Við Björk erum auðvitað bara eins og sannir íslendingar, fölar og hvítar! Ferðin heim með Björk gekk mjög vel og vorum komnar heim klukkan fimm þá eftir að hafa ferðast í 10 klukkustundir, vel þreyttar og svona. Því miður veiktist Björk um kvöldið, var bara allt í einu kominn með hita og leyfði foreldrum sínum að upplifa fyrstu andvökunóttina (valdi líka góða nótt eða þannig, við ansi þreytt efitr ferðalög). Björkin svaf nefnilega ekki langa dúra þá nóttina og var frekar lítil í sér. En við foreldrarnir ákváðum bara að gera gott úr þessu og um þrjú leytið vorum við orðin svöng svo við fengum okkur að borða og ákváðum að skoða myndböndin sem ég hafði tekið upp heima, og var hlegið dátt að henni Eik minni...híhí. Nú, daginn eftir var hitinn enn sá sami og lækkaði hann líklega ekki fyrr en nóttina eftir, en þá svaf hún eins og engill, svo við héldum auðvitað að þá væri Björk nú að verða hress. Og í gær var hún bara nokkuð hress, varð þó eitthvað pirruð þegar leið á daginn, og í nótt svaf hún slitrótt, svo ég var ansi þreytt þegar morguninn kom. Í dag hefur hún svo verið með einhverjar kommur og varð aftur pirruð seinnipartinn...held hreinlega að hún sé að taka tennur og sé að gera það með stæl. Núna sefur engillinn minn en er strax byrjuð að vera pínu óróleg svo ég kvíði dáldið fyrir nóttinni, hef á tilfinningunni að hún verði pirruð. Á morgun kemur síðan hjúkkan til okkar og hlakka ég til að geta spurt hana spjörunum úr. Læt ykkur vita á morgun hvernig þetta fer allt saman.
Núna sit ég bara og röfla þetta við ykkur á meðan Davíð fór á badmintonæfingu...kallinn þarf nefnilega að keppa um helgina....og já Atli vinur hans ætlar að kíkja til okkar á laugardaginn, gaman gaman.
Knus og kram frá Árósum
Bloggar | Fimmtudagur, 26. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá erum við mæðgur búnar að vera á klakanum í rúma viku og líkar vel. Erum heldur betur búnar að hafa mikið að gera, enda eru margir sem þarf að hitta og sjá. Erum að sjálfsögðu á Kambsveginum hjá afa Birgi og ömmu Erlu og höfum það svaka gott. Því miður þurfti amma Erla að fara til Berlínar á sunnudaginn...ekkert gaman. Held hreinlega að við séum næstum því búnar að hitta alla sem okkur langaði að hitta, bæði vini og vandamenn. Ömmurnar voru nefnilega svo sniðugar að hóa í fólkið í smá "sammenkomst" svo margar flugur voru slegnar í einu höggi. Svo á laugardaginn verður haldið upp á afmælið hjá Ara Páli svo þá hittum við alla sem við höfum ekki hitt...frábært það. Við viljum svo auðvitað óska Ara Páli til hamingju með 6 ára afmælið í dag...orðin svaka stór. Því miður höfum við systur ekki verið mikið saman þar sem við erum með börnin okkar á kvöldin. Við ætlum því að bæta úr því á föstudaginn og vera saman allan daginn og kannski bara allt kvöldið...jibbý. Ég hlakka geðveikt til. Hef svo heyrt öðru hvoru í Davíð og það hljómar eins og það sé mjög gaman hjá þeim í Mexíkó, er einmitt að bíða eftir að hann komi á SKYPE núna en hann lætur bíða eftir sér. Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
Knus og kram frá Íslandi
Bloggar | Miðvikudagur, 18. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Laugardagur, 7. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Föstudagur, 29. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Mánudagur, 25. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)