Geggjað haustveður

Guðjón Steinn og Björk
Jæja þá kom enn einn föstudagurinn og það er búið að vera geggjað veður í dag...sól og um 20 stiga hiti. Ekki slæmt ha? Erum búnar að fara í fínn göngutúr og njóta veðursins. Í gær pössuðum við Guðjón Stein og að sjálfsögðu var hann algjör engill....verð víst að fara sinna Björk sem er eitthvað pirruð...úlfatíminn (eins og danirnir kalla þetta)

Litla og litlastóra

Litla og litlastóra
Í dag erum við Björk búnar að fara í mæðragrúppuna og niðri í bæ til að kaupa badmintonskó á mig og skyr. Það er nefnilega geðveikt tilboð á skóm í einni íþróttabúðinni svo ég borgaði 400 kr fyrir skó sem kosta 800 kr. svo mér finnst ég hafa sloppið vel. Varð að kaupa mér nýja þar sem hinir voru orðnir ansi sorglegir og til að fyrirbyggja að meiðslin í fætinum komi aftur varð ég að fá nýja með góðum...æi man ekki hvað það heitir. Núna liggur hetjan á teppinu sínu og er að leika sér. Í gær fórum við í heimsókn til fjölskyldunnar á móti og tókum myndir af stelpunum saman....takið eftir það er aðeins fjórir mánuðir á milli þeirra....stóra og litla, ha!!!!! En þær eru geggjað sætar saman, finnst ykkur ekki? Þær eiga pottþétt eftir að vera góðar vinkonur þegar þær verða eldri. Foreldrar Bjarkar voru svo voða aktiv og ég fór í herbergið hér á kollegie-inu þar sem eru tæki og var að í klukkutíma og Davíð fór svo út að hlaupa....jibbý. Vonast svo til að geta byrjað að spila á sunnudaginn.

Fyrirsagnarlaust

Sem sagt kominn þriðjudagur...ég get svo svarið það að tíminn gjörsamlega flýgur áfram. Helgin var mjög fín. Ég og Björk fórum einar í sund þar sem Davíð var ekkert svaka hress eftir partýið á föstudaginn. En hann dreif sig þó á fætur og við fórum öll ásamt Magga niðrí klúbb að horfa á badminton. Magga klúbbur var nefnilega að keppa við okkar lið. Það var samt hálf ömurlegt að horfa bara á þar sem ég mátti ekki spila vegna meiðsla. Vonandi get ég þó byrjað að æfa aftur í næstu viku. Er hætt á ibufenkúrnum svo nú er bara að bíða og sjá. Ég fór svo í leikhús á laugardagskvöldinu og var það algjört æði, bæði var sýningin mjög skemmtileg og svo var mjög gott að komast aðeins að heiman. Sunnudagurinn fór svo í að vera latur og var það mjög notalegt. Maggi fór svo til Álaborgar eftir að hafa eldað fyrir okkur lasagne...nammi namm. Því miður veiktist Davíð í gær og var heima...var fullur af kvefi...en dreif sig þó í morgun í skólann. Ég og Björk ætlum svo að fara og heyra um tannhirðu barna en það er tilboð sem "tandplejen" gefur öllum nýbökuðum foreldrum, mjög gott mál. Svo styttist heldur betur í að við komum heim, gaman gaman. Knus og takk fyrir allar athugasemdirnar á síðuna, haldið því endilega áfram það er svo gaman.

Þá kemur helgin

Þá er föstudagurinn að líða og þar með er vinnuvikan búin fyrir flesta. Hef ekki verið að vinna svo lengi að ég man varla hvernig tilfinning það er, að fara heim úr vinnunni á föstudögum....úff það verður skrítið að fara vinna aftur...samt örugglega fínt þegar að því kemur. Björk er gjörsamlega á milljón þessa dagana, hún samkjaftar ekki, hefur frá alveg ofsalega miklu skemmtilegu að segja. Lætur það ekki einu sinni aftra sér að vera með hiksta, baaaa, hikk, baaaaa, hikk, baaaaa. Frekar fyndið að hlusta á. Ég og Björk vorum svo heppnar að vera boðnar yfir í smá hádegismat hjá fjölskyldunni við hliðina, svo við fengum að sjá litlu/stóru stelpuna. Hún er ekkert smá sæt...svona lítil en samt stór...algjör bolla. Síðan fórum við að versla og vorum samferða Laufeyju svona til að hafa einhvern að spjalla við, það gerir göngutúrinn mikið skemmtilegri. Enduðum síðan innkaupaferðina á caffe latte hér. Sem sagt rólegur og góður dagur. Davíð hefur reyndar ekki verið heima í dag þar sem það er verið að hita upp fyrir Mexikó ferðina í kvöld með Mexikó partýi...híhí svo hann verður líklega mjög hress á morgun eða þannig...allaveganna þá ákváðum við að hann fer ekki með í sund á morgun...fær að vera heima að sofa. Þannig að ég og Björk vorum svo heppnar að fá lánaðan bíl svo við þurfum ekki að taka strætó...sem er stundum ágætt. Svo er von á Magga á hverri stundu núna en hann ætlar að vera hjá okkur um helgina því hann er að fara keppa fyrsta leikinn sinn í liðakeppninni hér í Árósum á morgun svo því tilvalið að vera hjá okkur....gaman gaman. Já alveg rétt, var að panta far fyrir mig og Björk en við komum heim kvöldið 9. október og förum aftur heim (til DK) 23. október um morguninn. Svo allir sem vilja hitta okkur mæðgur þá takið frá smá tíma. Hlökkum til að hitta alla. Skemmtið ykkur vel um helgina...knus Aðalheiður

Loksins loksins

Sunddrottingin enn að

Loksins sest ég niður og skrifa nokkrar línur. Enda nóg búið að gerast hér á þessum bæ að vanda. Á þriðjudagsmorgun fóru Þóra, Finnur, Margrét og amman Guðborg heim til Íslands, for good. Þau voru búin að vera húsnæðislaus í tæpa viku og voru hjá okkur. Frábært að geta sagt bless við litlu fjölskylduna þannig en við erum búin að vera í landinu nákvæmlega jafn lengi og eigum því margar skemmtilegar minningar. En nú eru þau stungin af....búhú. Það var því stuð á þessum bæ, því Margrét litla er hress lítil stelpa sem er byrjuð að skríða út um allt. Nú svo fórum ég og Björk í vinnuna til mín á þriðjudaginn og var það voða gaman að láta allt fagfólkið dást að sætustu stelpunni. Þeim fannst hún jú vera mjög dugleg og fannst hún vera lík mömmu sinni...híhí, enda þekkja þau ekki pabbann, svo ég held ég ætli að fara þangað reglulega.

Við fórum svo að sjálfsögðu í sund á laugardaginn og var það mjög skemmtilegt. Björk er greinilega farin að kannast við sig og er meira brosandi og fer í kaf eins og hetja. Svo er hún jú farin að spjalla á fullu og hlæja og hlæja. Hún heldur líka áfram að sofa svaka vel á næturnar en á móti kemur að hún sefur stutta lúra á daginn, tekur sér ca. tvo hálftíma lúra og svo þrjá til fjóra 20 mínútna lúra. EN þar sem mamman fær nægan svefn á næturnar gengur þetta mjög vel. Amma Erla segir að hana kippi í kynið þar sem ég hafi verið svona líka svo ég get víst ekki sagt mikið. Enda er frábært að geta sofið næstum því alla nóttina.

Svo í nótt kom loksins smsið sem sagði okkur að kasólétta hnátan við hliðina á væri að fara upp á fæðingardeild. SVo þegar ég fór yfir í morgun til að tala við ömmuna (sem er í heimsókn frá íslandi) og Guðjón Stein og plana hvernig við ættum að fara með hann á vöggustofuna, þá fékk ég að vita að stór stelpa væri bara komin í heiminn og pabbinn væri á leiðinni heim til að keyra strákinn sinn á vöggustofuna. Já og ég segi stór stelpa því hún var 20 merkur og 57 cm....mega baby. Við óskum þeim öllum INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ STÓRU STELPUNA. Hlakka geggjað til að sjá hana.
p.s. setti nýjar myndir og video inn á myndasíðuna
Já og svo er veðrið búið að vera algjört æði, yfir 20 stiga hiti og dagurinn í dag ætlar að verða eins.
knus og kram


Jahá...hef ekkert sniðugt til að setja sem fyrirsögn

Nú þá byrjaði vinnu- og skólavikan fyrir suma, en ég og Björk dúllum okkur nú bara í okkar eigin heimi. Í gær þurfti sú stutta þó að fara í 3 mánaða sprautu. Hún stóð sig eins og hetja, mótmælti auðvitað þegar hún var stungin og á meðan hjúkkan sprautaði, en hætti um leið og hún fékk plástur á sárið. Við vorum svo varaðar við því að Björk gæti orðið pínu slöpp um kvöldið. Og viti menn hún varð bara doldið mikið slöpp fékk bara fullt hita og var ósköp lítil í sér. Sofnaði þó um 9-leytið og vaknaði ekki fyrr en um 5-leytið í morgun (eins og hún er vön) og þá var hún líklega orðin hitalaus, svo sem betur fer varð ekki meira úr þessari sprautunni. Haukur, Laufey og litlu snúllurnar borðuðu svo hjá okkur í gærkvöldi, gaman gaman. Í dag vorum ég og Björk sammála um það að vera bara heima og slaka á, aðallega vegna þess að ég er eitthvað slæm í fætinum og virðist það bara versna og versna svo ég ætla að kíkja til læknis á fimmtudaginn. Varð að sleppa æfingu í kvöld sem mér finnst frekar leiðinlegt, það er svo gott að komast aðeins út öðru hvoru. Nú en við vorum því heima í dag, Björk svaf alveg til klukkan tíu en vaknaði svo alveg eldhress. Rúmlega ellefu vöktum við óvart kasóléttu hnátuna þegar við ákváðum að bjóða henni yfir í hádegismat...tíhí, hún er alveg svo innilega að nota tækifærið áður en litla krílið kemur í heiminn og sofa og sofa...gott hjá henni. Svo mættu Laufey og Silvana og fengu sér bara smá nart með okkur. Og þið getið ekki ýmindað ykkur hvað það er frábært að þeir eru farnir að selja skyr hérna og ég keypti slatta til að borða...mmmmm. Mikið er gott hafa fá eitthvað íslenskt og gott. Er reyndar framleitt hér í DK. Núna erum við því bara að slaka á og dunda okkur eitthvað og horfa á badminton í sjónvarpinu. Á morgun fyllist svo húsið, en Þóra og Finnur eru að flytja heim og eru húsnæðislaus næstu vikuna svo þau ætla að vera hjá okkur, ásamt móður Þóru sem er hjá þeim. Gaman að geta kvatt þau á þenna máta. Á morgun koma líka stelpurnar í mæðragrúppunni svo nóg að gera á morgun. Knus og kram

Skemmtileg helgi

Systkynin með stelpurnar sínar
Þá er helgin að klárast og já það hefur eiginlega alveg gerst fullt skemmtilegt. Föstudagurinn byrjaði nú þannig að við héldum að Sigrún (kasólétta hnátan á móti) væri að fara eiga, en litla krílið hætti við og er bara hið rólegasta í maganum á mömmu sinni ennþá. En við ákváðum samt að æfa okkur og náðum í Guðjón Stein á leikskólann og var það mjög skemmtilegt. Borðuðum síðan kvöldmat saman ásamt Hauk, Laufey og stelpunum...gaman gaman. Byrjuðum svo laugardaginn á ungbarnasundi eins og vanalega og er það greinilegt að Björk er farin að kunna vel við sig í vatninu og finnst bara mjög gaman. Slökuðum síðan aðeins á en Skúli, Sigrún og Guðjón Steinn komu síðan yfir til okkar í kaffi...nota bene, þau tóku kaffið með en við helltum upp á (mér tókst að klára kaffið um morguninn). Í dag komu síðan Denni, Alma og Lotta Lára í heimsókn og var það æðislega gaman, þau sátu hjá okkur í nokkra tíma og léku frænkurnar sér saman. Lotta Lára er algjört æði hún er svo mikil bolla. Eftir nokkurra tíma spjall keyrðu þau svo í ferjuna en þau eru svo að flytja frá Svíðþjóð og til Íslands í næstu viku...gangi þeim vel að flytja. Í kvöld pöntuðum við okkur pizzu og borðuðum hana með liðinu á móti (Sigrún, Skúli og Guðjón Steinn). Björk er alltaf í stuði og í dag þegar við vorum að leika okkur að rúlla yfir á magann og aftur til baka, þá velti hún sér sjálf frá maga yfir á bak....líklega var það tilviljun í fyrsta skiptið en núna er það meðvitað. Hún er svo dugleg, hún er einnig mjög upptekin af höndunum á sér og er farin að setja þær meðvitað upp í sig og svo sýgur hún og sýgur. Liggur við að hún gleypi alla hendina sú stutta. Setti inn fullt af myndum af frænkunum á myndasíðuna...endilega skoðið

Fleiri myndir

Myndasíðan

dsc02071.jpg
Hæ allir kátir krakkar og fullorðnir. Til að sleppa við að einhverjir sem við þekkjum ekki séu ekki að skoða myndirnar okkar...mér er eitthvað illa við það þá ákvað ég að læsa síðunni. Lykilorðið er svarið við "Hvað kölluðum við Björk áður en hún var nefnd?". Spurningin birtist þegar þið færið músina á "allar myndir" eða "myndir af Björkinni". Sendið okkur mail á baun0606@yahoo.dk ef þið vitið ekki svarið eða þetta er mega pirrandi. Setti inn nýjar myndir og eitt video sem er kannski pínu dimmt en sætt af Björk. Knus Aðalheiður

Göngugarpar

Mæðgurnar einar heima
Vá hvað dagarnir fljúga áfram...áður en ég veit af er Björk orðin stór og sterk. Enda er alltaf nóg að gera, í gær fórum við í mæðragrúppuna og er það alltaf jafn notalegt. Það bættust tvær nýjar við í hópinn og ég get svarið það að önnur þeirra er með megababy, strákurinn hennar er mánuði eldri en Björk og hann er yfir 8 kíló...reynið að ýminda ykkur. Ætla samt að taka myndir af öllum börnunum á næsta miðvikudag og þá getið þið séð munin. Í gærkvöldi komu Haukur og Laufey og litlu stelpurnar þeirra í mat. En þau eru svo óheppin að það þurfti að rífa upp allt gólf í eldhúsinu þeirra og stofunni, vegna vatnsskaða. Þegar þau fóru rétt fyrir átta var Björk alveg búin á því og þegar hún átti að fara sofa var hún orðin svo rugluð að hún bara grét og grét, en að lokum sofnaði þessi elska. Í dag fórum við svo eldsnemma á fætur til að geta farið í baby-bio en það byrjar kl.10. En ég og önnur ákváðum að labba, en það tekur ca. klukkutíma svo það er fínn göngutúr. Sáum nýja danska mynd sem heitir Sprængfarlig bombe og er alveg ágæt. Fórum svo að borða á kaffihúsi og löbbuðum svo aftur heim. Gaman gaman. Núna þá liggur Björk og fær sér smá eftirmiddagslúr, Davíð fór til vinar síns að spila póker og ég sit fyrir framan tölvuna og dúlla mér aðeins.

Fleiri myndir

Góðan daginn, kært fólk

Gleði gleði gleði
Það er heldur betur komið skap í þá stuttu, sem er mjög gott. Maður var farin að halda að hún hefði ekki erft skap foreldra sinna (og þá aðallega líklega móður sinnar..hehe). Allaveganna þá hefur hún nú gert það í einhvern tíma, að þegar hún er lögð í barnavagninn sinn þá hefur hún mótmælt með pínu grát sem hefur svo hætt eftir smá stund. En á mánudagskvöldið þegar hún átti að fara sofa byrjaði hún að gráta hástöfum þegar hún var lögð í rúmið, en viti menn þegar við tókum hana upp til að athuga hvort ekki væri allt í lagi þá hætti hún um leið og var mjög sátt svaka. Og hvað gera nýbakaðir foreldrar þá, því ekki er auðvelt að heyra litla gullklumpinn gráta svona sárt. En við ákváðum í sameiningu að leggja hana í rúmið og segja góða nótt (svona eins og venjan er) og fara út. Fáum mínútum síðar var svo farið inn og snuðið sett á sinn stað osfrv. Og jújú ekki þurftum við að fara inn nema tvisvar sinnum og þá var litla Björkin sofnuð....hjúkk mar. Heyrðu svo ákvað hún að hún nennti ómögulega að vera í vagninum sínum þegar ég var að versla í gær...ææææ, ég held ég hafi gleymt helmingnum af því sem ég ætlaði að kaupa þrátt fyrir að hún sofnaði. Tíhí...það er svo geggjað gaman að fylgjast með henni þessa dagana, hún fullorðnast og fullorðnast. Núna sefur hún vært en ég ákvað að vakna með Davíð til að eiga smá tíma áður en hún vaknar, því Björk tekur eingöngu power-nap á daginn, þar sem hún sefur svo vel á næturnar. Ég fór jú á æfingu í gær og var það svaka gaman, nema þegar ég vaknaði í morgun gat ég varla labbað þar sem mér er mega illt í hælnum...híhí fáránlegt. Held kannski að ég þurfi að fara kaupa mér nýja badmintonskó - hef verið að ýta því á undan mér þar mér finnst þeir svo dýrir. Í dag ætlum við svo, ég og Björk, að fara í mæðragrúppuna, gaman gaman. Njótið dagsins, því hann kemur ekki aftur og munið að knúsa hvort annað.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband